30.11.2012 | 11:35
HIMINN OG HELVÍTI
Of margir sem fjalla um fiskveiðistjórn gefa skít í hvað Kvótakerfið er fyrir sjómennina og þá sérstaklega skipstjórana sem þurfa vinna við þessar fáránlegu aðstæður sem þeir eru settir í. Aðstæður sem versna og versna með hverju árinu sem líður.
Skipstjórar eru búnir að láta það yfir sig ganga að mega ekki tjá sig um fáránleikann sem fellst í því að flækjast um allan sjó eyðandi olíu með excel útskrift frá útgerðastjóranum sem ekki hefur hubndsvit á fiskveiðum leitandi að fiski sem ekki finnst. Þetta byrjaði strax við upptöku kvótans en munurinn þá og nú var að þá voru menn við stjórnvölinn sem gátu sett sig í spor skipstjórans og gerðu sér grein fyrir vitleysunni. Menn sem voru á móti kvótakerfinu og biðu og vonuðu að nú myndi þessari vitleysu hætt fljótlega. Núna sitja í þessum stöðum "kvóta" menn heilaþvegnir dindlar sem halda í sannleika sagt að himinn muni farast hverfi kvótakerfið.
Ekki halda að ég sé einn um þessa skoðun þótt ég sé einn af fáum sem lýsa henni. En ég geri það þar sem ég er búinn að taka út mína "refsingu" með því að hafa verið hrakinn úr íslenskum sjávarútvegi með ofbeldi fyrir að segja sannleikann um spillinguna og vitleysuna sem í kerfinu fels. Örlög mín hafa verið notuð öðrum til varnaðar. Enginn má segja neitt fyrr en þeir hætta og sagði einn af virtustu skipstjórum flotans við mig fyrir stutt þegar hann var að hætta til sjós "Oli það er mannskemmandi að koma nálægt þessu eins og þetta er orðið". Það er búið að eyðileggja greinina. Og átti hann þar með við starf skipstjórans.
Ég mynntist þá orða sem ég lét falla í viðtali í Sporðaköstum 1997 munurinn á Sóknarmarki og kvótakerfi er eins og bera saman himinn og helvít.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 22:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.