EINOKUN SJÁVAR-ARÐSINS - ER AÐ EYÐILEGGJA ENDUREISN ÞJÓÐFÉLAGSINS

Það er eins og fólk leyfi sér ekki að sjá að eitthvað mikið er að í þjóðfélaginu þegar við náum ekki að rísa uppúr öskustó hrunsins.

Launin eru lág og standa í stað eða halda áfram að lækka.

Kjörin miðað við nágrannaþjóðir hrapa.

Velferðarkerfið sem búið er að kosta okkur svita og tár hrynur fyrir augu okkar og við týnum læknum út um bakdyrnar þar sem þeir flytja með fjölskyldur sinar á vit mannsæmandi launa sem sjást vart hér lengur.

En af hverju er þetta svona þegar við eru ein ríkasta þjóð heims? Jú við búum við Múra Einokunar um okkar stærstu auðlind. Sjávarauðlindina sem áður fyrr var vörn okkar gegn áföllum en er núna notuð í svikamillu banka og útgerða sem spila ræl á rófu þjóðarinnar og draga sér fé út á eign þjóðarinnar sem sér nánast ekkert af rentu veiða og vinnslu.

Öll loforð fjórflokksins um að bæta hér lífskjör án þess að afnema einokun í sjávarútvegi er vísvitandi lygi. Án afnám kvótakerfisins og upptöku Sóknarmarks með allan fisk á markað verða Íslendingar í ánauð í áratugi eða þangað til hér verður bylting öreiganna sem sætta sig ekki við yfirgang kvótahirðarinnar sem gerir allt til að tryggja sína eign á fjöreggi þjóðarinnar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband