Ríkistjórnin verður að þagga niður óþolandi hótanir LÍÚ

Hroki og yfirgangur útgerðarmanna í garð þjóðarinnar og nú sjómanna er kominn út fyrir allt velsæmi og kominn tími til að Ríkistjórn og Alþingi fari að vilja þjóðarinnar og afnemi kvótann og setji hér á Sóknarmark.

Það getur ekki verið lengur líðandi að vilji þjóðarinnar sem kom skýrt fram í þjóðaratkvæðagreiðlsunni sé hundsaður af ráðamönnum þjóðarinnar. Alþingi hefur farið á bak þjóðarinnar og sjómanna í kvótamálinu í 28 ár og er nú kominn tími til að þjóðin fái ákvörðunar réttinn í sínar hendur.

Í skjóli kvótakerfisins hafa útgerðarmenn beitt sjómenn sem eru varnarlausir óþolandi ofbeldi sem sést best í kolólöglegri kostnaðar hludeild þar sem sjómenn eru látnir taka fullan þátt í útgerðarkostnaði þrátt fyrir að í greininni ríki góðæri til gengis og markaðsmála. Þessu verður að linna og þar með afkomu ofbeldinu sem nú er beitt í greininni.


mbl.is Óttast að verkbann bitni á þjóðinni allri
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurgeir Jónsson

Ekki er annað sjáanlegt en að þú hafir selt djöflinum sálu þína Ólafur.Þú verður vart skilinn öðruvísi en að þú viljir að Ríkinu verði afhentur veiðiréttur við strendur landsins sem það hefur aldrei haft umfram aðra.Þú hefur selt þeim KVÓTAPÚKA sálu þína sem er þeim kvótapúka þúsund sinnum djöfullegri en sá kvótapúki sem hefur áreitt sálu þína síðastliðin 13 ár.Þú vilt að veiðirétturinn við Ísland verði afhentur Ríkinu og afleiðingarnar verða óhjákvæmilega þær að sjómenn verða látnir greiða sinn hlut til þess að skip geti farið á veiðar þegar þarf að kaupa veiðiréttinn á uppboði.Ég bið fyrir sálu þinni.

Sigurgeir Jónsson, 15.11.2012 kl. 10:55

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér góðar fyrirbænir Sigurgeir þú veist ekki hvað það gleður mig að vita af þér pannafærum ennþá.

Mín ósk fyrir íslenska þjóð og alla íslenska sjómenn er krystal tær Sigurgeir. Það er afnám kvótakerfis og upptaka Sóknarmarks með allan fisk á markað.

Með því eru áhrif ríkisins á veiðar og vinnslu með öllu óþörf og geta þingmenn farið að púkast í einhverju öðru.

Ef þú hefur kynnt þér útkomu annarar auðlinda spurningarinnar í þjóðaratkvæaðgreiðslunnar Sigurgeir þá sérðu að ég er ekki einn sem óska þjóðinni góðs varðandi fiskveiðistjórnina heldur hef ég 83% þjóðarinnar að baki mér. Þótt sá vilji sé reyndar hundsaður af alþingismönnum er viljinn skýr.

Ólafur Örn Jónsson, 15.11.2012 kl. 11:05

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband