21.10.2012 | 16:29
NNEEEEIIIIII HÆTTIÐ ÞIÐ NÚ ALVEG
Hvaða andskotans prump er nú þetta? Skýr þjóðarvilji þvert á stefnu og athafnir framsóknar.
En nú þurfa þingmenn ekki að velta sér uppúr fyrri "vilja" flokkanna fólkið hefur talað. Nú víkja þeir af þingi sem ekki treysta sér til að fara að vilja þjóðarinnar.
Dómur hins æðsta dómstóls liggur fyrir alþingismenn eru á launum þjóðarinnar til að framkvæma hennar vilja. Ef samviska þeirra segir annað þá víkja menn af þingi. Flóknara er það ekki.
Niðurstaðan ansi framsóknarleg | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Nákvæmlega þjóðin hefur talað, hún á að fá að ráða þessu.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 20:18
Þakka þér innlitið Ásthildur. Já nú mætti maður ætla að menn virði úrslitin og gangi í að fullnægja vilja þjóðarinnar. Annað finnst mér hreint ekki við hæfi.
Eftir 84 % stuðning þjóðarinnar við aulindaákvæðið þá er ljóst að þingið hefur ekkert með kvótakerið að gera lengur það á þjóðin að sjá um. Afnema það og setja sér nýtt stjórnkerfi sem færir auðlindina nær fólkinu sem vinnur í sjávarútvegi.
Ólafur Örn Jónsson, 21.10.2012 kl. 23:29
Nákvæmlega þetta er núna í höndum þjóðarinnar og á að fá að vera þar.
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 21.10.2012 kl. 23:48
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.