LETS BREAK DOWN THIS WALL - Jóhanna þjóðin stednur með þér

Múrar EINOKUNNAR hafa verið slegnir um kvótakerfið og spillinguna sem því fylgir.

Kristinn H Gunnarson hefur skrifað stór góða grein á Smuguna essi grein segir allt sem þarf um ástaðndi í íslenskum sjávarútvegi og ofbeldið sem starfandi sjómenn verða fyrir af hendi kvóta "eigenda".

Útgerðir framleigir kvóta fyrir nífalt veiðigjald - ,,yfirgengilegur tvískinnungur grátkvenna LÍÚ"

 1


05.10.2012  |  Fréttir


Description: http://smugan.is/wp-content/themes/Yen/190x190xtimthumb.php,qsrc=,hsmugan.is,_wp-content,_uploads,_2012,_01,_fiskvinnsla-olina.jpg,ah=190,aw=190,azc=1.pagespeed.ic.CMsBBLTXAl.jpg

,,Framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hf tekur nífalt veiðigjald ríkisins til síns fyrirtækis af þeim útgerðarmönnum sem leigja af honum kvóta um þessar mundi," segir Kristinn H. Gunnarsson fyrrverandi alþingismaður. Sama á við um Samherja, Brim, Þorbjörninn og önnur stórfyrirtæki sem hafa miklar tekjur af því leigja frá sér kvóta."

Kristinn bendir á að harmagrátur útgerðarinnar yfir veiðileyfagjaldi og landsbyggðarskatti sé yfirgengilegur tvískinnungur og vísvitandi blekkingarleikur. Veiðileyfagjaldið hafi orðið til strax þegar framsalið var leyft árið 1990. Útgerðarmenn hafi komið því á ótilkvaddir og hafi síðan þá tekið til sín greiðslu fyrir að leyfa öðrum að veiða sinn kvóta. ,,Tólf árum síðar, árið 2002, voru sett lög á Alþingi um gjald til ríkisins, veiðigjald, fyrir einkaleyfið," segir Kristinn. ,,Veiðigjaldið til ríkisins hefur alla tíð verið mjög lágt í samanburði við gjaldið sem útgerðarmenn hafa ákvarðað á svokölluðum kvótamarkaði sem rekinn er á skrifstofu LÍÚ. Jafnvel eftir hækkunina í sumar er veiðigjaldið ekki nema 34 kr/kg af þorski, en markaðsverð LÍÚ er um 300 kr/kg."

Grátkerlingar í hópi útgerðarmanna ekki ómissandi

Description: http://smugan.is/wp-content/uploads/2011/08/300x224xkristinn-h-gunnarsson-frett-300x224.jpg.pagespeed.ic.OmAIaXs40y.jpgKristinn skrifar um málið á heimasíðu sína og segir að þannig hafi LÍÚ verðlagt veiðiréttinn. Það verð liggi fyrir og sé óumdeilt. Það skiptist á milli ríkis og útgerðarmanna, miðað við þorskinn, þannig að ríkið fært á þessu fiskveiðiári ca 11 prósent og útgerðarfyrirtækin 89 prósent. ,,Þeir sem skæla yfir þessum skiptum ættu að hætta í útgerð og snúa sér að öðru. Það er þá kominn tími til þess að hleypa ungu mönnunum að sem hafa alist upp í þorpunum og leyfa þeim að spreyta sig. Það er enginn ómissandi, ekki einu sinni grátkerlingar LÍÚ."

Kristinn bendir ennfremur á að í öðru lagi hafi framkvæmdastjóri Gunnvarar keypt svokallaðan varanlegan kvóta á markaðsverði LÍÚ algerlega möglunarlaust. ,,Nærtækasta dæmið eru kaupin á um 1200 þorksígildistonnum af félaga hans, framkvæmdastjóra Kambs á Flateyri í maí 2007.Markaðsverð var þá um 3 milljónir króna fyrir tonnið af þorski svo líklega hefur kaupverðið verið um 3 - 3.5 milljarðar króna."

Heilt þorp missir tilverugrundvöllinn

Kristinn segist ekki hafa heyrt að framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar hafi haldið því fram að þau kaup væru ósanngjarn landsbyggðarskattur. ,,Þó flutti seljandinn suður en greiðandinn er í Hnífsdal svo sannarlega hafa peningarnir farið að vestan og suður. Er það sanngjarn landsbyggðarskattur að gera einn mann ríkan þegar 120 manns missa atvinnuna og heilt þorp missir tilverugrundvöll sinn eins og á Flateyri ? Eru það sanngjörn skipti á verðmætum sem fólk í litlu samfélagi hefur með samstillti átaki og starfi um langt árabil búið til í sveita síns andlitis, að einn fái öll verðmætin en allir hinir fái skaðann og beri hann bótalaust? "

Kristinn segir að aurasálirnar í LÍÚ svari þessu játandi. ,,Með kvótakerfinu hefur mátt sjá þróast á ótrúlega skömmum tíma spillt og gegnumrotið hugarfar sem á sinn engan líka á lýðveldistímanum. Langvarandi yfirráð fáeinna manna yfir 85% af fiskimiðum landsmanna hefur fært þeim óheyrileg völd í hendurnar sem sumir í þessum hópi eru farnir að beita af miskunnarlausri hörku," segir hann.

Þjóðfélagslegt mein

Description: http://smugan.is/wp-content/uploads/2012/06/300x225xskip-300x225.jpg.pagespeed.ic.EKdtGFqGPz.jpgKristinn rifjar upp að forstjóri Samherja svipti fiskvinnslufólk á Dalvík vinnu sinni vegna rannsóknar Seðlabanka Íslands á tilteknum viðskiptum félagsins og krafðist þess svo að dómstólar stöðvuðu rannsóknina. ,,Það er líka í fersku minni þegar forsvarsmenn Hraðfrystihússins Gunnvarar sviptu Ísafjarðarbæ tekjum af löndum eins af skipum fyrirtækisins með því að láta það landa utan sveitarfélagsins þegar bæjaryfirvöld hlýddu ekki kalli um tiltekið andóf LÍÚ. Ætli framkvæmdastjóri Hraðfrystihússins Gunnvarar kannist ekki við það mál? Þetta er sami framkvæmdastjórinn sem segir núna að hækkun veiðigjaldsins muni bitna á nærsamfélaginu og launum sjómanna.  Menn skilja fyrr en skellur í tönnum. Svona framferði er þjóðfélagslegt mein og með öllu ólíðandi," segir Kristinn H Gunnarsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband