5.10.2012 | 11:05
Sóknarmark með allan fisk á markað er framtíðin
Nú sem alltaf er ferskur fiskur alltaf dýrasta varan sem hægt er að framleiða og selja úr sjávarfangi. Þegar okkur ber gæfa til að afnema kvótakerfið þar sem skussar frysta allt sem að kjafti kemur mun þjóðin stór auka tekjur sínar með að sækja í enn ríkara mæli inná fersk fiskmarkaði Evrópu og jafnvel Bandaríkjanna.
Frystingin var barn síns tíma en í dag er frysting úrelt fyrirbrigði eins og súrsun og reyking þar sem fólk er að borða úrleltar geymsluaðferðir forfeðranna. Flug með ferskan fisk hefur tíðkast lengi og eins að senda ferskan fisk í gámum. Kannski er tími til kominn að hér komi hraðskreyð kæliskip í þeim tilgangi að þjóna mikilvægum ferskfiskmarkaði Evrópu.
Icelandic Group kaupir í Belgíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.