3.10.2012 | 16:38
Hag-álfur LÍÚ fær mann dæmdan fyrir að segja sannleikann
Hvað er það annað en að vera á launum hjá LÍÚ að sjá um verkefni sem eru sér pöntuð af samtökunum sem styrkja samsetningu lyga áróðursins sem framleiddur hefur verið innan hagfræðideildarinnar undir stjórn og af Hagálfinum.
Þetta er enn eitt skítugt skref dómkerfisins gegn tjáningarfrelsinu og sannleikanum um spillinguna sem fram fer í hagsmunavörslunni um kvótakerfið.
Er það kannski líka dautt og ómerkt að Hagálfurinn stofnsetti Sjávarklasann til að taka við af farsíma Kvótapúkans og hóta mönnum og fyrirtækjum ef talað er gegn kvótakerfinu??
Það er skítalykt þöggunnar af þessu og vona ég að þetta mál fari fyrir Hæstarétt og ef ekki dugar fyrir mannréttinda dómstól Evrópu í Strassburg.
Þór Saari dæmdur fyrir meiðyrði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 17:00 | Facebook
Athugasemdir
Mannréttindadómstóll Evrópu er reyndar í Strasbourg.
Hjörtur J. Guðmundsson, 3.10.2012 kl. 16:48
Þakka þér Hjörtur. Rétt skal vera rétt.
Ólafur Örn Jónsson, 3.10.2012 kl. 17:00
Hjartanlega sammála þér Ólafur.
Kv. Jón
Jón Thorberg Friðþjófsson, 3.10.2012 kl. 20:35
Þór Saari, klikkar á því að segja að Ragnar hafa verið á launum hjá LÍÚ. Ef Þór hefði bara sagt að Ragnar væri búinn að vinna fyrir LÍÚ í áratugi þá hefði Þór líklega sloppið með það. Því það hljómar, einhverra hluta vegna" betur að hafa í áratugi unnið kauplaust fyrir sérhagsmunaöflin en að fá greitt fyrir. Þó finnst mér það orka tvímælis að hafa unnið fyrir sérhagsmunaöflin allan þennan tíma og vera á launum hjá ríkinu á meðan.... en hvað veit ég um það.
Atli Hermannsson., 3.10.2012 kl. 23:33
Þakka ykkur innlitið strákar. Já Atli það er í raun enn furðulegra að dómarinn skyldi ekki gera athugasemd við þetta.
Búinn að vera á launu hjá okkur-ríkinu-HÍ í áratugi og unnið í 20 ár fyrir LÍÚ?
Kvótapúkinn verður að láta Friðrik gera þetta upp við viðkomandi. Hann má nota Kýpur reikniginn í þetta smotterý.
Ólafur Örn Jónsson, 5.10.2012 kl. 15:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.