6.9.2012 | 11:08
Lánin og heimilin: Svikamilla stjórnvalda og bankanna.
Fyrir hrun áttum við íbúðina okkar og vorum með einhverja prósentu af henni veðsetta fyrir láni uppá einhverja upphæð.
Bankarnir hrundu og varð að "afnema" þá og skipta upp svo eignir bankanna lánasöfnin yrðu áfram í verði en restin lenti í uppgjöri gömlu bankanna.
Nú er komið í ljós að einhvers konar leynisamningur var gerður milli nýju bankanna og ríkisins við "kaup" nýju bankanna á lánasöfnum gömlu bankanna og þar með íbúbúðarlánum.
Svikin við okkur fasteignaeigendur var að lánin voru seld til nýju bankanna á skít og kanel sem full gild krónulán en ekki sem sama prósenta af eigninni og lánin voru fyrir hrun. Það hefði átt að vera réttu fasteinga eigenda að lánin hefðu verið seld nýju bönkunum sem prósenta af eigninni á því verði sem hún stóð í eftir hrun. Nýju bankarnir hefðu haft ágæti rentu af því að innheimta þennan part af lánunum og fasteignaeigendur hefðu haldið eign sinni.
Þegar horft er á arðsemi bankanna núna stuttu eftir hrun á sama tíma og við eigum ekkert eða mikið minna í "eigum" okkar er ljóst að réttur okkar hefur verið gróflega fyrir borð borinn og verið er að fremja hérna hreint rán. Og það er svívirða að bjóða fólki sem átti 60 til 70 % í eign sinni 110 % regluna. Hugsið ykkur ósvífnina sem okkur var sýnd með færslu lánanna yfir til nýju bankanna sem nú "eiga" eignir okkar.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.