1.6.2012 | 07:43
Sáttin á að vera við Eigandann sem er þjóðin
Þjóðin hefur verið svívirt í þessu máli í 28 ár og enn er verið að. Þegar lög um stjórn fiskveiða eru lesin er kristaltært að það er í höndum Ráðherra að leggja línur í fiskveiðistjórninni. Það gerir hann til eins árs í senn og þarf ekki að spyrja kóng né prest.
Þjóðin á að krefjast þess að þessi kvótaumræða sem á sér stað nú verði þegar í stað stöðvuð og þetta mikilvæga mál sett í hendur þjóðarinnar. Hagsmunapot og svik við þjóðina gera það að verkum að með þessum arfavitlausu frumvörpum er verið að svíkja þjóðina og færa veiðiheimildirnar örfáum fyrirtækjum til eignar um alla eilífð.
Gott fólk haft að háði og spéi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 4.6.2012 kl. 10:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.