Ríkistjórnin á að ná Sátt við þjóðina það er eina Sáttin sem þarf

Svívirðingin sem þjóðinni er sýnd með framkomnu 20+ frumvarpi er engu lík. Að boða hér fulla eignaraðild stór útgerðanna á óveiddum fisk í sjónum er slík fyrirlitning við þjóðina að aldrei hefur annað eins komið fram.

Fólk verður að skilja að þótt galið kvótakerfi hafi verið hér við líði í 28 ár þá er í því bremsa sem tekur i dag af allan vafa að það er ráðherra sem fer með úthlutanir aflaheimilda til eins árs í senn. Með þessu 20+ frumvarpi ætlar Ríkistjórnin að afnema þetta ákvæði og eyðileggja alla möguleika á að fólkið fá nokkurntíma afnumið þetta óréttlæti sem í því felst að afhenda Stórútgerðinni allan veiðirétt á Íslands miðum um alla ókomna framtíð.

Við ættum öll að styðja að ákvarðanir um stærsta hagsmunamál þjóðarinnar verði í höndum þjóðarinnar sjálfrar. Skrifið undir lýðræðis yfirlýsingu

http://www.thjodareign.is/


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband