29.5.2012 | 18:32
VEIÐIGJALDIÐ er bara prump til að fela 20+ frumvarpið
Það er að koma í ljós að VEIÐIGJALDIÐ var allan tíman bara prump til að fela 20+ frumvarp Ríkisstjórnarinnar sem var samið af Lögspekingum LÍÚ.
Fólk verður að vera á varðbergi gagnvart þeim lögum um stjórnun fiskveiða sem verið er að ljúga í gegnum þingið. Þarna liggur fiskur undir steini. 20+ frumvarpið mun fella niður núverandi heimild ráðherra til að úthluta veiðiheimildum til eins árs í senn og verður útgerðinni úthluta veiðiheimildunum til 20 ára eða til eignar þar sem eftir það geta þeir framlengt í ár í senn.
Þetta er eins og köld tuska í andlit þjóðarinnar sem krefst afnáms kvótkerfisins og forréttindia fárra. Ríkisstjórnin er að svíkja þjóðina með því að ganga að vilja stórútgerðanna sem vilja fiskinn fyrir afkomendur sína.
![]() |
Lækka veiðigjald um 10 milljarða |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.