Nú afnemur þjóðin kvótakerfi Halldórs Ásgrímssonar og Nýtt Ísland rís á Sóknarmarki Matta Bjarna

Aldrei hefur lítil þjóð verið svívirt á jafn auðvirðilegan hátt eins og þegar Kvótakerfinu var logið upp á íslensku þjóðina til reynslu. Eins og sést á viðhenginu hér að neðan var reynslan mjög slæm og hrikalegt að horfa á besta fiskveiðistjórntæki veraldar Sóknarmarkinu rutt úr vegi fyrir þessa vitleysu.http://olafurjonsson.blog.is/users/be/olafurjonsson/img/kvot.jpg

Alþingi brást þjóðinni í bankahruninu og þjóðin getur ekki treyst þessu fólki fyrir stærsta hagsmunamáli þjóðarinnar fiskveiðitjórninni. Nú verður fólkið að taka að sér alla meðhöndlun á fiskveiðistjórninni. Við verðum að afnema Kvótakerfið sem engin sátt hefur náðst um í 28 ár og vilji þjóðarinnar verið hundsaður.

Við tökum upp Sóknarmark Matta Bjarna sem var mótað í samvinnu við íslenska sjómenn veiðandi á íslenskum miðum. Þetta kerfi var skilvirkt, og þjált og gerði öllum jafn hátt undir höfði. Það var þjóðarskömm að þetta kerfi var afnumið til að ganga erinda fárra sem ekki sættu sig við að sitja við sama borð og aðrir landsmenn.

Við að taka upp Sóknarmark með allan fisk á markað verða engin ragnarök og ekkert verður tekið af neinum. Það þarf ekki einu sinni að kalla flotann inn. Brottkast mun hætta og meiri fiskur mun berast að landi. Fleiri munu koma að veiðum og vinnslu og gjald mun tekið af hverju seldu tonni. Fyrst til að borga sannanlegar kvóta-skuldir* og styðja við brotna þjóð en síðar mun þetta gjald standa undir kosntnaði við Hafró og ganga í auðlindasjóð þar sem tryggt verður að stjórnmálamenn komist ekki með krumlurnar.

Talandi um fjárfestingu þarf enginn að halda að í grósku Sóknarmarks muni Bankarnir standa á hliðarlínunni þegar öflugir skipstjórar þurfa að endurnýja skip sín og duglegt fólk i fiskvinnslu þarf að koma sér upp aðstöðu. Allstaðar þar sem sjómenn hafa gert skipin út á eigin reikning hefur framþróun í veiðum og vinnslu fleygt fram eins og sást á Vestfjörðum og í Vestmannaeyjum á dögum Sóknarmarksins. Sannleikurinn er sagnanna bestu látum ekki ljúga að okkur lengur. Ísland þarf vítamínsprautu til að komast frá hruninu. Sprautan felst í að afnema versta og spilltasta fiskveiðistjórnkerfi í heimi. 

*að senda pabba og mömmu á eftirlaun með 3 milljarða í vasanum eru ekki sannanlegar kvótaskudlir heldut tilraun til þjófnaðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli. Hafrótrúin er mesta böl ráðamanna Íslands.  Sóknamarkið þitt Óli átti aldrei  rétt á sér og því síður aflamarkið.  Eftir að Bretinn var rekinn út úr landhelginni fór meðalþyngd þorsks að falla sem bendir til þess að æti vantaði.  Þá hefði þurft að auka veiðina sérstaklega á þeim svæðum sem þorskurinn léttist og veiða meira af smærri fiskinum ( eins og tjallarnir gerðu).  Í staðinn hrópaði Hafró OFVEIÐI OFVEIÐI og friðum smáfiskinn.  Það var farið að friða smásiskinn sem vantaði æti og reynt að minnka veiðina á togarafiskinum með skrapdagakerfinu.  Ég man ekki hvort að netaveiðum var eitthvað stjórnað.  Alltaf léttist fiskurinn á árunum 76-82.

Samt var reynt að friða og veiða minna.  Í stað þess að veiða meira og reina að koma á jafnvægi á milli ætis og þorskhjarðar.

Núna þegar lífríkið er aðblómstra í hafinu hringum Ísland vegna hækkandi sjávarhita þá er Hafró eins og Hrímþurs og lemur höfðinu við steininn, og ekki bætir ríkisstjórnin dæmið.  Sjórinn fullur af fiski, landburður í netin og stórþorskur fyrir öllu Norðurlandi, en netarallið er ekki beint notað við stofnmælingu.

Ég helg að það þurfi eitthvað að taka til í Hafró og senda fiskifræðingana út á miðin með fiskiskipunum.

Veiðum frjálst og Bankarnir stjórna hvort útgerðamenn fái fyrirgreiðslu með skip.

Allur fiskur síðan á markað, bæði ferskur og frosinn.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.4.2012 kl. 12:35

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér athugasemdina Hallgrímur. Í Sóknarmarki þarf ekkert að stöðvar flotann heldur er það bara til að halda utan um sóknina. Til dæmis er núna bara verið að friða einhverja háskóla elítu með að veiða ekki. En með kvóta er verið að skerða aðganginn í fiskinn í Sókknarmarki eru menn þó að veiða.

Ólafur Örn Jónsson, 27.4.2012 kl. 15:51

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli, ég er ekki sammála þér með að flotinn stöðvist ekki í sóknamarkinu,  Við sjáum dæmin frá Færeyjum þar sem bátarnir fá ekki að veiða nema tæplega 1/2 árið.

Hverjir heldurðu að mundu halda utan um sóknina aðrir en Hafró.  Þú manst hvernig þorskdögunum var alltaf fækkað í Sóknamarkinu em samt var Hafró aldrei ánægt og vildi meiri fækkun.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.4.2012 kl. 11:30

4 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Þessi hrygninga friðun er náttúrulega út í hött.  ætli það sé ekki um 5% sókn með netum við Suðurlandið miðað við fyrir 84.  Ef það er ekki næg friðun þá veit ég ekki hvernig í ósköpunum Þorskstofninn komst af fyrir tíma Hrygningastopps.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 28.4.2012 kl. 11:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband