Sérfræðingarnir eru að mæla með Sóknarmarki Matta Bjarna

Þetta er eins og lýsing á veiðiaðferðum þegar menn notast við besta fiskveiðistjórntæki í heimi. Sem gekk út á að taka það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst.

Gallinn við Kvótakerfi er að þá eru sumar tegundir hundeltar á meðan sterkir stofnar eru vannýttir. 

Af hverju fær heimskan að ráða í stjórnun fiskveiða við Ísland?

Af hverju þurfa stjórnmálamenn að aðhyllast stjórnkerfi fiskveiða sem gefur þeim tækifæri að vera með puttana í afkomu manna og byggðarlag.

Ísland á bestu sjómenn í heimi hvers vegna er þeim ekki treyst til rækta miðin og bera fisk í bú. Gífurlegar framfarir í Sjávarútvegi á árunum fyrir setningu kvótakerfisins sýndi okkur að sjómenn eru best fallnir til að bera ábyrgð á fiskveiðum þessarar þjóðar og þarf ekki forræði stjórnmálamanna eða hirðfífla til að halda hér uppi hagvexti fólksins.


mbl.is Vilja veiða og hirða allt sem hafið gefur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Flott grein, svo ætla íslendingar að fara að lögbinda þessa aflamarksþvælu til 20-40 ára.

Níels A. Ársælsson., 25.4.2012 kl. 13:19

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Niels ég skil bara ekki þá sem sjá ekki að kvótinn er búinn að vera til óþurftar síðan hann var settur á og framkvæmd hans eytrar þjóðfélagið vegna vanþroska manna sem vegna græðgi geta ekki gengið í takt við samborgar sína.

Ólafur Örn Jónsson, 25.4.2012 kl. 22:04

3 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Mér sýnist nú frekar að þeir mæli með óheftri sókn með svæðisstjórnun.

Skyndilokunarhólfum og svoleiðis stjórnun þekkjum við vel á Íslandsmiðum.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 27.4.2012 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband