KVÓTAKERFI OG EINOKUN MIÐANNA GENGUR EKKI UPP.

Kvótaruglið er komið út í tóma vitleysu. Nú er tími til kominn að menn geri sér grein fyrir að svo mikil og djúpstæð spilling er innvafinn í kvóta-framkvæmdina að það verður að afnema kerfið sem slíkt og því fyrr því betra.

Þjóðin er búinn að tapa mörgum milljörðum á spillingunni í kringum kvótann þar sem útgerðamenn fóru að fyrirmælum bankanna að takmarka magn kvóta í umferð (kvóta-úthlutanir) til að halda uppi verði á kvóta og þar með verði á kvótaveðum í bönkunum. Þetta viðgengst enn þann dag í dag og þrátt fyrir 3 góðærið í röð má ekki veiða fiskinn í sjónum þótt það sé landburður þegar menn kasta veiðarfærum í sjó. 

Síðan veðlánin hófust hafa skuldir útgerðar aukist úr um 70 milljörðum sem veðin í fasteignum og skipum stóðu fyrir i 500 milljaða sem kvóti og eignir standa engan vegin fyrir. Þessar skuldir eru klafi sem kemur í veg fyrir að þjóðin njóti eðlilegs arðs af greininni. Út úr þessum skuldaklafa verðum við að komast og það verður ekki gert með áframhaldandi kvóta og spillingunni sem honum fylgir. 

Enginn skal láta lyga áróður LÍÚ villa um fyrir að hér fari allt til andskotans ef við afnemum kvótann því staðreyndin er sú að hér er hægt að auka veiðar og stór auka arðinn í greininni bara ef þetta kerfi verður afnumið og tekið upp Sóknarmark eins og var hér fyrir daga kvótakerfisins. Árin 1978 til 1984 voru mestu uppgangs ár ekki aðeins í íslenskum sjávarútvegi sem fleygði fram á þessum tíma heldur einnig í þjóðfélaginu sem tók heljarstökk fram á við og kaup og kjör almennings í samanburði við önnur lönd margfölduðust. 

Í sjávarútvegi byggðust upp yfir 50 nýjar áhafnir sem mönnuðu nýju skuttogaranna og kassavæddu skipin og juku gæðin og frágang fisks sem náði á þessum árum fótfestu á dýrustu mörkuðum í heimi bæði sem ferskfiskur og frystur en ekki aðeins salt og þurr fiskur eins og verið hafði. Miðað við stöðnunina og skuldasöfnunina var kraftaverk unnið í þróun sjávarútvegs á þessum árum svo fólk skal ekki láta segja sér að við getum ekki látið af spillingunni sem nú á sér stað í útgerðinni og tekið upp siðað fiskveiðistjórnkerfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einn alvarlegasti kjánagangurinn sem tengist þessu er svo þessi hárnákvæmi vísindabragur sem njörvar niður aflamarkið í hverri tegund 365 daga í senn. Þetta er Hafró með dyggri aðstoð ráðherra á hverjum tíma búin að telja fólki trú um að séu algild vísindi og þjóðarvá - gott ef ekki bara landauðn blasi við ef útaf verði brugðið.

Þú talar um siðað fiskveiðstjórnkerfi. Ég held að þetta sé hárrétt orðalag hjá þér. Hún er nefnilega argasta siðleysi sú nýtingarómenning sem hér hefur verið látin viðgangast í tengslum við þessa mikilvægustu auðlind okkar.

Það er nefnilega staðreynd að hér var veiddur fiskur í meira en þúsund ár fyrir daga Hafró og fiskigöngur sveifluðust til með ördeyðu og mokafla eftir ytri skilyrðum. Engar aflatölur hafa sannað að vísindaleg stjórnun hafi skilað minnsta árangri.

Miklu fremur hið gagnstæða.

Við höfum einfaldlega ekki efni á þessum fíflagangi lengur.

Allur áróður LÍÚ og sjálfstæðismanna um að handhöfn útgerðar á auðlindinni skili - samkvæmt lögmáli markaðshyggjunnar - betri umgengni er í besta falli misskilningur en þó öllu fremur argasta lygi. Með því að setja allan fisk á markað er tryggt að verðlagningin sér um að hráefninu sé sýnd alúð.

Árni Gunnarsson, 9.4.2012 kl. 12:03

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Óli.  Færeyingar eru með dagakerfi. þar eru vandamál líka.  Hvað heldurðu að Hafró yrði lengi að fækka dögum svo að ekki verði lengur hægt að gera út.

 

Keypa ikki nýggj skip

13.04.2012 - 15:09 - Kiran Jóanesarson

Nú partrolararnir Vágfelli og Hvannafelli eru seldir, er tað bara Beinisvørð eftir, ið Hans í Líðini og aðrir eiga, ætlanin var at selja Vágfelli og Hvannafelli og síðan keypa eitt nýtt skip, men nú vóru skipini seld við loyvum og ætlanin er slept.

Hetta sigur Hans í Líðini í samrøðu við Skipsportalin, tá ið vit ringdu og spurdu um søluna.

- Jú, ætlanin var at keypa eitt nýtt skip, men tá skuldi skipini seljast uttan loyvir, men tað hendi so ikki, og tí hava vit slept ætlanini at keypa eitt nýtt skip, sigur Hans í Líðini.

- Tað hevur gingið stak illa við skipunum í seinastuni. Tá ið vit byrjaðu á summri í 2009 høvdu vit 152 dagar til hvørt skipið og nú skjótt 3 ár seinni høvdu vit einans 122 dagar til hvør skipið, og tað er alt ov lítið.

Tað endaði við at vit vóru noyddir at keypa dagar, og tað kostar sjálvandi pengar.

Til endans sigur Hans í Líðini - Nú vóna vit bara at partapeningurin verður bjargaður, av tí at vit kláraðu at selja skipini.

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 15.4.2012 kl. 07:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband