Útgerðarmenn í skýunum en setja á svið sjónarspil

Nú þegar ríkistjórnin er búin að opinbera sig með framkomnu frumvarpi sem á að færa núverandi útgerðum allan rétt til veiða út þessa öld þá setja útgerðarmenn á svið sjónarspil til að reyna að sannfæra þjóðina um að þetta sé ekki frumvarp að þeirra skapi. Þetta er gert til að reyna að slá ryki í augu almenning og reyna að koma í veg fyrir að fóklið sæki rétt sinn þegar þetta "glæpa" frumvarp fer fyrir forseta til samþykktar sem má aldrei verða.

Fólk má ekki láta stanslausan hræðslu áróður útgerðar villa um fyrir sér. Fiskveiðistjórnin er stærsta hagsmunamál Íslendinga og mega veiðileifin ekki vera EINOKUÐ af fáum. Þetta veldur okkur gífurlegu tjóni þar sem nú fjölgar skussum í úterð og eignarhaldið færist fjær veiðunum. Þar sem þetta hefur skeð hefur það haft alvarlegar afleiðingar fyrir þróun fiskveiða og þurfum við ekki á stöðnun í íslenskri útgerð að halda.  

Ef útgerðir geta ekki borgað fyrir aflaheimildirnar þá eiga þær að leggja upp laupanna og færa öðrum veiðiréttinn. Þetta er ekkert flókið. Engin er að biðja þetta fólk að EINOKA miðin og ekki eru þau ómissandi.

 


mbl.is Mikið tap með veiðigjaldi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband