Hag-Álfarnir og sumir útgerðamenn segja að mikil hagræði sé af kvótkerfinu við veiðarnar og segja gróða útgerðarinnar til kominn af því. Í raun er þetta regin fyrra og geta skipstjórar sem unnið hafa í eðlilegu umhverfi borið um það. Nú eru búin til árs excel skjöl þar sem hver túr er skipulagður með deilingu og síðan eru skipstjórum afhent "leyfilegt" magn af hverri sort sem má veiða í þessum og næsta og næsta túr. Síðan má sjá skipin endasendast í verkleysu mikinn hluta veiðitímans hverju sinni leitandi af því sem ekki finnst en sigla hjá breiðum af fiski sem "ekki má taka núna". Þetta varð strax ljóst en ekki hlustað á okkur sem bentum á þetta.
http://timarit.is/view_page_init.jsp?issId=120259&pageId=1618653&lang=is&q=%D3lafur+%D6rn+J%F3nsson
Núna halda menn því að hagræði kvótaúthlutanna séu ástæða gróða af útgerðinni en staðreyndin er góð markaðs staða og 30% kostnaðar hlutdeild sem tekin er af óskiptu. Það að kalla þetta gróða og bera saman við skip sem veiddu í sóknarmarki og lifðu af sjálfumsér er óheiðarlegt eins og allur málflutningur sem styður kvótkerfið.
Það er aðeins þrennt sem fær menn í dag til að mæla með kvótakerfinu. GRÆÐGI, HÓTANIR OG HEIMSKA.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.