VAR 30 ÁRA NÝTINGARÉTTUR OG EINOKUN EKKI NÓG?

Núna þegar kominn er tími til að afnema EINOKUN  í sjávarutvegi boða VG 20 ára nýtingar rétt. Hvað liggur að baki? Eru kvíslingarnir að norðan að taka yfir ríkistjórnina? Hver skyldi borga þeim?

Fólk skal skilja að hér er verið að svipta fólkið í landinu mestu hagsmunum sem þjóðin gæti fengið. Í staðinn á að halda hér áfram EINOKUN framsónarflokksins og ganga erinda Moggahirðarinnar. 

Vonandi refsar þjóðin þessu spillta fólki sem fer fram með svona grímulausri fyrirlitningu fyrir þjóðinni  sem búin er að fá upp í kok af óréttlæti, hagsmuna poti, mannréttindabrotum og ofbeldi. 


mbl.is Kvótafrumvarpið í góðum farvegi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Arnórsson

Það skiptir engu máli hver er við völd lengur. Fjármálafólk, bankar og peningar hafa tekið völdin af Alþingu raunverulega fyrir löngu síðan. Það er orðin spurning af hverju það er ekki kosið í stöður banka og fjármálafyritækja og sleppa þessu Alþingi sem ekkert getur né þorir.

Þegar einkaaðilar eru búnir að veðsetja kvóta í Tokyo og Luxemburg minnst tuttugu ár fram í tíman, þá er engir Ríkisstjórn sem breytir því. Og Íslenska Ríkið myndi aldrei hafa efni á að leysa út alla kvóta sem er búið að selja erlendis of eða veðsetja.

Færeyska sóknarkerfið er líklegast best af öllu kerfi. Annars er þetta tómt rugl. Þó íslenski flotinn væri helmingi stærri og helmingi meira veitt, myndi það bara laga stofninn og ekki öfugt. Hafró er notað sem stýrikerfi fyrir bankanna.

Þetta er sama hugsanakerfi og þegar byggingum í Reykjavík er haldið í skefjum því þá lækkar húsverð hjá öllum. Og allir húseigendur taka óbenan þát í þeim ljóta leik.

Þeir sem halda að á Íslandi sé eitthvað lýðræði eða sanngirnissjónarmið í þjóðfélaginu, skilja ekki það leikrit sem leikið er fyrir allt og alla...

Bara það að kosin þingmaður megi sitja í stjórn fyrirtækja segir meira enn nokkur orð. Ísland er orðið mafíuland án þess að fólk hafi tekið eftir því ...

Óskar Arnórsson, 23.3.2012 kl. 00:30

2 Smámynd: Níels A. Ársælsson.

Kvótakerfið skiptir ekki lengur neinu máli, sama hvað gert verður eða ekki. Við munum róa allir sem vettlingi geta valdið.

Það er okkar réttur og hefur verið frá landnámi og mun alltaf verða.

Níels A. Ársælsson., 23.3.2012 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband