19.3.2012 | 22:36
NÚ ÞARF AÐ "EYÐILEGGJA MENN"
Alveg beið ég eftir að Mogga-hirðin og illagefnir bleðlar hennar færu að rakka niður og "eyðileggja" menn sem stæðu að Dögun. Því nú fær illa innrætt hyski hland fyrir hjartað þegar greinilegt er að komin eru fram stjórnmála samtök sem munu fá til sín sterkt fólk sem kjósendur munu bera saman við soran sem við höfum setið uppi með undanfarna áratugi.
Sjálfstæðismenn sem skríða fyrir kvótabullurnar og fara fram með málstað sem stenst hvorki sannleika né skynsemi eru aumkunarverðir þegar þeir koma fram opinberlega og uppúr þeim vellur rakalaust kjaftæði eins og við lesum hér frá Birni Bjarnasyni. Manni sem fékk að vera taubrók hangandi í afturenda trúðsins sem svívirti raunverulega stefnu Sjálfstæðismanna.
Margt skítaplottið hefur verið kokkað í eldhúsi Valhallar síðan Davíð komst til valda og var eitt að senda kvíslinga inn í Frjálslynda Flokkinn. Jónanna tvo sem "eyðilögðu" Margréti. Þeir eru núna aftur komnir heim og kúra í hálsakoti Mogga hirðarinnar.
Segir Sigurjón hafa stutt klíkuskap | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:45 | Facebook
Athugasemdir
Mogginn styður sína bakhjarla, það er löngu ljóst. Kvótaeigendur eru aðalstyrktaraðilar Morgunblaðsins... Það er allavega minn skilningur
Jóna Kolbrún Garðarsdóttir, 20.3.2012 kl. 01:34
Berðu þinn eigin pistil saman við Björns. Hver er að rakka hvern niður?
Er „Breiðfylkingin“ friðuð manntegund.
Snorri Hansson, 20.3.2012 kl. 01:56
Er Baugur fyrir Sjálfstæðisflokkinn það sem Davíð Oddsson er fyrir Samfylkinguna?
Skotmörk til að mála fyrir sviðsett átök um keisarans skegg.
Svo keisarans menn geti drottnað meðan lýðurinn deilir fyrir utan hallarmúrana?
Björn Bjarnason fann ekki upp þá aðferð sem hann beitir hér, á klaufalega augljósan hátt.
Guðmundur Ásgeirsson, 20.3.2012 kl. 03:50
Einstaklega málefnalegt hjá þér. En það er athyglisvert viðhorf að það megi bara tala um fortíð sjálfstæðismanna en ekki annarra
Hreinn Sigurðsson, 20.3.2012 kl. 10:18
Björn kastar steinum í glerhúsi. Og hann segir engar fréttir heldur...
Óskar Arnórsson, 20.3.2012 kl. 10:31
Svona aðferðir, eins og Björn notar hér, eru úreltar, mannskemmandi og ó-lausnarmiðaðar.
Það má finna eitthvað að öllum, en það er ekki lausnin á spillingarvandanum á Íslandi.
Mér finnst í lagi að skammast á málnefnanlegan hátt, með það fyrir augum að stöðva eitthvað alvarlega mannskemmandi. Og það kostar að maður verður að koma með skýringar og rök fyrir máli sínu, og hlusta á skýringar og rök annarra. Og biðjast afsökunar, ef maður sér að maður hefur gert rangt. Annað er ekki réttlátt, sanngjarnt og lýðræðislegt.
Nú skulum við landsmenn læra að tala saman, með það fyrir augum að leysa málin, en ekki flækja þau meir en orðið er.
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.3.2012 kl. 10:55
Frá Birni spillingarkóngi Bjarnasyni kemur aldrei neitt annað en freyðandi skolpgrautur!
corvus corax, 20.3.2012 kl. 12:01
Ég kann vel við Björn sem persónu. Enn hann ætti ekkert að vera að skipta sér að stjórnmálum..
Óskar Arnórsson, 20.3.2012 kl. 15:46
Hvenær hefur Fb tekið undir pólitísk baráttumál Sigurjóns?
Sigurður Þórðarson, 20.3.2012 kl. 19:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.