DÖGUN ÍSLANDS endir spillingar og ofbeldis

Þegar maður óskar þessu ágæta fólki og okkur öllum til hamingju með þessa Dögun í íslenskum stjórnmálum ber að líta á að sennilega er þetta stærsta skref sem tekið hefur verið í afnámi þeirra spillingar sem umvafið hefur sjávarútvegin undan farin 20 ár.

Ég vil ég benda því góða fókli sem að samtökunum standa á að fletta í gegnum Lögin um Sóknarmark Matthíasar Bjarnasonar eins og þau litu út þegar þau voru afnumin. Fyrir utan að vera tími mestu framfara í íslenskum sjávarútvegi skilaði Sóknarmarkið góðri uppbyggingu eins og sést best á afla árunum 1985 og 86. Það var mikil og almenn sátt um þetta kerfi og það var réttlátt gagnvart mönnum og bygðarlögum. Sá sem vildi og kunni stóð sig í þessu kerfi og þeir sem ekki kunnu fóru og gerðu eitthvað annað.

Ekki láta ljúga að ykkur að Sóknarmark sé ekki sjálfbærar veiðar því engar veiðar eru meira sjálfbærar en þær veiðar sem skila aukningu í afla eins og Sóknarmarkið gerði. Olimpískar veiðar eru allt annað. Ólimpískar veirðar eru form af kvótastýringu þar sem kvóta er úthlutað til hóps af skipum og síðan allir sendir út að veiða þar til kvótanum er náð.

Þegar rök Hag-Alfana um afkomu skipanna eru skoðuð þá taka þeir öll 120 skipin sem komin voru óvart inní veiðarnar eftir að markið 85 skip hafði verið brotið óvart af Steingrími Hermannssyni og bera saman við 65 skip í dag. Þetta er náttúrulega fáránlegur samanburður á alla vegu. Ef 20 bestu skipin í sóknarmarki eru borin saman við 20 togara sem eru á ísfiskveiðum í dag þá fæst réttur samanburður á dags afla. Með lygum og rökleysu er búið að tala niður sóknarmarkið sem er ekki vitlausara en að Færeyingar tóku upp svipað fyrirkomulag sem er þó ekki eins gott og Sóknarmark Matthíasar.

Ég hvet kjósendur til að horfa til Dögunar þegar þau gera upp hug sinn fyrir næstu kosningar.  Ég er bjartsýnn á að réttlætið muni sigra að lokum. 


mbl.is Ný Dögun hjá breiðfylkingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Örn. Takk fyrir góðan pistil. Réttlætið mun sigra að lokum, og þátttaka almennings í heiðarlegum opnum umræðum flýta fyrir því.

Svona góðar ábendingar eins og frá þér hér, er einmitt hluti af þeirri umræðu-vegferð að réttlætinu. Dropinn holar steininn.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 19.3.2012 kl. 14:26

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Anna. Já mér finnst þessi nýju framboð lofa góðu og vona að fólk brjóti af sér flokkshlekkina og gefi þessu hæfa fólki tækifæri. Nýtt Ísland verður ekki til með yfirráðum Gömlu flokkanna það er búið að sýna sig.

Ólafur Örn Jónsson, 19.3.2012 kl. 15:38

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband