Lýður & Margrét góð í Silfrinu.

Það rann kalt vatn milli skinns og hörunds Moggahriðarinnar þegar Lýður sagði sem var að héðan í frá yrðu ákvarðanir um framtíð fiskveiða að vera teiknaðar bak við luktar dyr þar sem sátt við Mogga hirðina væri ekkert kapps mál heldur sátt við þjóðina sem vill svo til er eigandi auðlindarinnar.

Áróður Moggahirðarinnar sem dynur á okkur og fram koma LÍÚ undan fyrir ár hefur gengið út á að reyna að heila þvo fólk um að hér sé ekkert hægt að gera í útgerð án þeirra. Þetta er regin fyrra og er staðreyndin sú að ofurskuldirnar sem safnast hafa upp á útgerðafyrirtæki undanfarin áratug er að sjálfsögðu til komnar vegna illa rekinna fyrirtælkja sem þrátt fyrir að hafa EINOKUN Á MIÐUNUM hafa þurft að sækja afskriftir í Bankakerfið til þess að hafa rekstrargrundvöll. 

Nú sem aldrei fyrr þarf að fara fram endurnýjun á eignaraðild af fiskiskipaflotanum og nýtt blóð er nauðsynlegt í útgerðina og vinnsluna. Með því að taka hér upp Sóknarmark og allan fisk á markað þar sem gjald verður safnað i auðlindasjóð mun á skömmum tíma verða allsherjar viðsnúningur á öllu atvinnulífi landsmanna og hagvöxtur fólksins mun renna um æðar þjóðfélagsins. 

Lýðveldishreyfingin lofar góðu. Kannski er von að einhver þori .


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband