Áframhald "Davíð-ysmans" við segjum NEI!

Það er sorglegt að hlusta á formann Sjálfstæðisflokksins Bjarna Benediktsson boða engar breytingar á stefnu flokksins og hundsa ný yfirgengnar staðreyndir. Það er gott að horfa fram á veginn en það verður að læra af fortíðinni.

Tvennt stendur krystal tært fyrir augum manna. Handónýtt óréttlátt stjórnkefi fiskveiða og króna sem er alltaf notuð meira og minna til að hygla óábyrgu atvinnulífi á kostnað fólksins í landinu. Hugsið ykkur verðbæturnar sem var hreinn þjófnaður á fjármunum íslendinga síðastliðin 40 ár og eignirnar síðan teknar uppí afskrifir á kvótaveðum.

Kjósendur! Berið orð formannsins saman við stefnu Sjálfstæðismanna.

Frelsi einstaklingins til athafna. EINOKUN Í ATVINNNULÍFINU?

Stétt með stétt. Fámennis klíka hefur aðgang að auðlindunum og veðsetur þær til að taka fyrirfram út arðinn af fiskveiðum til allrar framtíðar. Veltir sér nú uppúr illa fengnu fé á sama tíma og almenningur hefur misst eigur sínar.


mbl.is Stjórnarkreppa eða uppbygging
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband