15.3.2012 | 15:21
SPILLING OG GRÆÐGI KEMUR Í VEG FYRIR AÐ VIÐ GETUM HAFT KRÓNU
Fólkið í landinu sem misst hefur eigur sínar vegna krónunnar eftir að vera búið að borga margfalt af húsum sínum vegna krónunnar er búið að fá nóg. Veiðileyfi á Íslendinga verður ekki framlengt sama hvað GRÆÐGIS ÖFLIN vilja. Krónan hefur aðeins verið við líði á Íslandi til að hægt sé að mergsjúga Íslendinga og er það gott framlag Jóhönnu að hreyfa við þessu máli.
Við þurfum nýja mynnt og nýja banka það er alveg ljóst. Fjárdrátturinn og gervipeningarnir sem flæddu um kjallara bankanna eru búnir að eyðileggja fólkið sem vann hjá þessum stofnunum og verður að bíða kynslóð til að fá aftur heiðarlegt fólk sem hægt verður að treysta fyrir fjármunum.
Jóhanna er nú á lokasprettinum á kjörtímabilinu og enn er tími til að taka skref í lýðræðis átt þegar talað er um að Myntin sé stærsta mál íslensku þjóðarinnar má ekki gleyma því að ekkert er meira hagsmunamál fyrir okkur íslendinga en að afnema kvótakerfið með öllu því SVÍNARÍI sem því fylgir. Þetta hljóta allir Alþingis menn að vera sammála um.
Vill þjóðarsátt um gjaldmiðil | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.