9.3.2012 | 23:29
Spyr vonandi um Sóknarmakið
Vonandi fær Steingrímur upplýsingar um Sóknarmark Færeyinga og skilur að það er hægt að stjórna veiðum með öðrum hætti heldur en íslenska kvótakerfinu sem brýtur gegn mannréttindum og er siðlaust og óréttlátt.
Siðleysið sem fellst í framkvæmd íslenska kvótkerfisins verður augljósara með hverjum deginum. Nú er Ragnar Árnason búinn að grafa upp 20 ára gamalt fyrirbrigði í þeim tilgangi að hjálpa Moggahirðinni að setja á legg eftirlits kerfi í formi SJÁVARKLASANS þar sem búið er að innlima með góðu eða illu alla sem vilja hafa viðskipti innan sjávarutvegsins. Með þessu er búið með ofbeldi að hnýta alla saman og enginn innan SJÁVARKLASANS má ráða eða hafa í vinnu menn sem lýsa skoðunum sínum á kvótakerfinu eða launakjörum í sjávarútvegi. Eins skulu þau fyrirtæki sem hljóta náð SJÁVARKLASANS lýsa yfir stuðningi við kvótakerið og þann áróður sem á oss dynur.
Það var farið að hitna í kringum númerið sem notað hefur verið til að hóta mönnum og þurfti að koma þessu í "betra og fastara horf". Ekki það að honum hafi leiðst að hrella menn.
Ráðherrar funduðu í Færeyjum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Kjaramál | Facebook
Athugasemdir
Vona ad hann hafi skilid ad rikisleiga a aflaheimildum se ekki ad skila theim verdmaetum i samfelagid sem til var aetlast. Thad vaeri nu gafulegt af fjolmidlum ad grenslast fyrir hvernig su adgerd kom ut.
Sindri Karl Sigurðsson, 10.3.2012 kl. 08:48
Þakka þér innlitið Sindri. Það eru eflaust ýmsar leiðir til að færa arðinn af auðlindunum nær þjóðinni en EINOKUNIN sem nú er á aflaheimildum er náttúrlega hneysa sem verður að afnema. Engri þjóð má bjóða upp á slíkt ótéttlæti eins og fellst í þessu
Ólafur Örn Jónsson, 10.3.2012 kl. 10:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.