8.3.2012 | 15:13
LEPPALÚÐAR MOGGAHIRÐARINNAR REYNA AÐ KOMA HÖGGI Á ÞÓR SAARI
Það þarf blinda menn til að skynja ekki þá ólgu sem er í þjóðfélaginu og Þór Saari bendir svo réttilega á. Allir sem reynt hafa að benda á þetta í kjölfar þess hræðilega atburðar sem átti sér stað hafa eins og Þór Saari fordæmt árisina á lögmanninn sem er hræðileg og ófyrirgefnalegur verknaður.
En náttúrulega eins og sést hér á blogginu um þessa fáránlegu frétt hlaupa nú Leppalúðarnir sem styðja handónýtan NÝ Fáviskuflokk Davíðs Oddssonar upp til handa og fóta og halda að þeir geti komið höggi á manninn sem borið hefur af á þingi eins og gull af eir á sama tíma og Sjálfstæðismenn hafa orðið sér til stór skammar á þingi og utan.
Það var varað við kvótkerfinu og þessir leppalúðar hlustuðu ekki!
Það var varað við hruninu og þessir leppalúðar hlustuðu ekki! og nú er
varað við spennu sem byggist upp vegna óréttlætis og þessir leppalúðar þykjast ekkert skilja.
Er nema von að þetta þjóðfélag sé að rotna innan frá?
Segir Þór fara frjálslega með staðreyndir | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Á nú að kenna Davíð Oddsyni um fávisku þórs Saari? sem betur fer fyrir þjóðfélagið situr þór Saari ekki á þingi fleiri kjötímabil...
Vilhjálmur Stefánsson, 8.3.2012 kl. 15:36
Þakka þér innlitið Vilhjálmur hver er fáviska Þór Saari? Davíð ber ábirgð á NÝ Fáviskunni í Sjálfstæðisflokknum sem búin er að skaða fleiri manns í þessu landi.
Ég vona að fólk skilji að létta verður á óréttlætinu sem fólk hefur mátt þola.
Aldrei hefur ein þjóð tapað jafn miklu vegna afglapa jafn fárra og íslendingar af höndum þeirra sem sátu í rikisstjórn Davíðs Oddssonar. ;-))
Ólafur Örn Jónsson, 8.3.2012 kl. 15:55
Er Helgi Seljan nú kominn í Moggahirðina, það eru nú fréttir útaf fyrir sig!!!!!!
Eyjólfur G Svavarsson, 9.3.2012 kl. 00:12
Sæll Eyjólfur er ég að tala um Helga? Ég er að tala um þessa varðhunda hirðarinnar sem hafa verið ráðalausir við að halda uppi vörnum yfir þeim þingmönnnum Sjálfstæðisflokksins sem gera sig að fíflum á þinginu nánast í hvert skipti sem þeir fara í pontu á meðan hreifingin gegnir sínu starfi fyrir þjóðina eins og þau voru til kosin.
Að snúa út úr ábendingu Þór Saari eins og kemur fram hér á blogginu er bara tilraun til að slá rýrð á það hlutverk sem hann hefur tekið sér að segja sannleikann um það sem er að gerast í þjóðfélaginu í stað þess að stynga hausnum í sandinn. Betra að fleiri gerðu slíkt hið sama inni á þingi og utan.
Ólafur Örn Jónsson, 9.3.2012 kl. 08:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.