ÆTLAR JÓHANNA?

Það tók Davíð og Halldór þrjú kjörtímabil að gjöreyðileggja eitt fallegast þjóðfélag veraldar. 1983 áttum við tækifæri að verða ein af ríkustu og farsælustu þjóðum heims. Því miður sveigði á hættulega braut haustið 1983 en 1994 áttum við kost á að komast aftur í þá aðstöðu að hrista af okkur spillt hugarfar og með stór sigri Sjálfstæðisflokksins 1994 undir kjörorðinu að "MOKA FRAMSÓKNARFLÓRINN" stóð þjóðin á krossgötum.

En því miður var Davíð fallvaltur í fjósi framsóknar og rann á rassgatið ofan í flórinn og endað með allan flokkinn í haughúsi spillingar og hagsmunapots. Þetta ferli endaði með hruni bankanna og gjaldþroti þjóðarinnar. Jóhanna hefur þurft að  berjast við þetta með VG í eftirdragi og Samtök atvinnulífsins á móti sér þrátt fyrir að standa sig frábærlega í að endurbyggja efnahag þjóðarinna 

Núna er eitt og hálf ár eftir af kjörtímabili "Kerlingarinnar í Brúnni" og vona ég að hún fari nú alla leið í að efna kosningarloforðin. Jóhanna hefur unnið kraftaverk að halda þessari stjórn saman vitandi að alls ekki má það til koma að Sjálfstæðisflokkur og Framsókn komist í stjórn aftur hvað sem það kostar. (Samanber ný afstaðinn landsfund sjálfstæðisflokksins).

Það er ekkert sem stoppar Jóhönnu ef hún grípur nú til kostanna og treystir á að með þjóðaratkvæðagreiðslu að baki sér getur hún tekið fyrsta skref til að reisa þessa þjóð úr þeirri eyðileggingu sem hún á við að glíma. Það er engu að tapa en allt að vinna í endurreisn lýðveldisins. Fyrir Jóhönnu og fyrir þjóðina.  


mbl.is Grímulaus stjórnarandstaða SA
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Óskar Guðmundsson

Límið í þessari ríkisstjórn er aðallega valdagræðgi.

Óskar Guðmundsson, 17.1.2012 kl. 00:37

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Óskar. Já því miður er það svo að margir sitja á Alþingi eingöngu til að hygla sér og sínum. Ekki býð ég í ef tindátar Davíðs komast aftur að kjötkötlunum eftir það sem sýndi sig á Landsfundinum þar sem "afturgöngurnar" geta ekki setið í ró vegna ótta við að missa ítökin í stjórn flokksins og landsins alls. Valdagræðgin gerist varla augljósari.

Ólafur Örn Jónsson, 17.1.2012 kl. 12:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband