Litla gula hænan fann fræ það var hveiti fræ

Litla gula hænan, litla gula hænan, 
hver ætlar nú að hjálpa þér, vænan?
Við spyrjum enn og aftur um hænuna þá, 
hvort hún fari ekki bráðum smá hjálp að fá?
Litla gula hænan sagði "Jibbí jæ!
Mikið var ég heppin - ég fann hveitifræ!
Hver ætlar nú að planta fræinu hér?
Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati,
"Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati.
"Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein,
þá geri ég það bara alveg ein,"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
---
Litla gula hænan sagði "Jú hú hú!
Það er komið að því að slá hveitið nú!"
Hún fer og talar við alla sem hún sér:
"Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati.
"Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati.
"Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein,
þá geri ég það bara alveg ein,"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
---
Litla gula hænan sagði "Næsta skref,
það er að mala kornið sem ég hef,
svo að úr því verði mjöl, eins og sérhver sér.
Réttið upp hönd, sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati.
"Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati.
"Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein,
þá geri ég það bara alveg ein,"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
---
Litla gula hænan sagði "Hveiti í skál,
við skulum búa til brauð, það er lítið mál!
Hver vill koma hér og blanda vatn og ger?
Réttið upp hönd sem vilja hjálpa mér!"
"Ekki ég!" sagði kisa. "Ekki ég!" sagði Snati.
"Æ, ég nenni því ekki!" sagði grísinn lati.
"Ef þið eruð svona ofsalega löt og sein,
þá geri ég það bara alveg ein,"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
---
Litla gula hænan sagði "Þetta er flott
Nú er brauðið til, og það er heitt og gott.
Svo nú segi ég við alla áður en ég fer:
Réttið upp hönd sem vilja borða með mér!"
"Það vil ég!" sagði kisa. "Það vil ég" sagði Snati.
"Ég vil líka!" sagði grísinn og stóð ekki á gati.
"Fyrst þið voruð alltaf svona löt og sein,
þá ætla ég bara að borða brauðið alein!"
- sagði litla gula hænan og fór - YO!
Ég bið viðkomandi velvirðingar á að hafa stolið þessu sniðuga ljóði
 sem ég vildi deila með þeim sem fylgjst með síðunni minni
 svo þeim leiðist ekki ef ég tek mér frí. 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband