Sannleikann verður að afhjúpa

Menn þora ekki að koma fram undir nafni en margir liggja á vitneskju um það sem átt hefur sér stað innan bankanna sem hófst fyrir einkavæðinguna. Sumt af því sem átti sér stað þá má greinilega ekki undir neinum kringumstæðum afhjúpa fyrir en "sumir" eru dauðir. Óhreint fé? Ætli þessu sé ekki betur lýst sem óhreint mjöl í pokahorninu?

Ef eitthvað á að rannsaka er það það sem hófst uppúr 1993 þegar allt í einu "FANNST FULLT AF PENING"! Þarna hófst skollaleikurinn. 


mbl.is Seðlabankinn rannsaki óhreint fé
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Ólafur Örn. Þetta er satt hjá þér. Stundum heyrir maður fólk segja frá því að það viti nú ýmislegt, en ætli ekki að fara að segja neitt! Þeir sem telja það eðlilegt að vita um glæp, en þegja yfir honum eru samsekir. Þannig fólk gerir glæpamönnum það auðvelt, að halda áfram sínum glæpaverkum.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 22.12.2011 kl. 06:52

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þöggunin má ekki ná lengra en hingað Anna. Þessi vitleysa er búin að ná alltof langt og núna verður að fletta ofan af því sem átti sér stað. Ef þeir sem sitja við völd í dag gera það ekki mun sagan dæma þá samseka gerendunum.

Engin skal halda að sannleikurinn um það sem átti sér stað verði aldrei upplýstur þótt mér sé hótað og sagt að halda kjafti.

Ólafur Örn Jónsson, 22.12.2011 kl. 08:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband