JÓN HEFUR GERT MARGT GOTT OG EF HANN HEFÐI VERIÐ HEIÐARLEGUR OG FYLGINN SÉR VÆRI HANN HETJA

Því miður var eitthvað i baklandi Jóns sem ekki gekk upp. Þjóðin bað og biður um afnám kvótakerfisins af því að það er óréttlátt og brýrur gegn mannréttindum. Það er pottur spillingar, lyga og fjárdráttar og var upphaf bankahrunsins.  Kvótakerfið kemur í veg fyrir að þjóðin njóti arðs af auðlindinni og er undirrót ofbeldis og þöggunnar í samfélaginu.

Jón skynjaði þetta en hafði ekki afl til að breyta þar sem kvíslingar voru á hverju strái í kringum hann og komu jafnvel í veg fyrir frjálsar handfæraveiðar. Þessi fáránlega sameining Sjávarútvegs og Landbúnaðarráðuneytis er enn ein vitleysan og verður að afturkalla sem fyrst. Sjávarútvegur er undirstaða þessa lands og mikilvægi Sjávarútvegsráðuneytisins er það stórt að því ber að vera í einu ráðuneyti undir stjórn eins manns sem stendur og fellur gagnvart þjóðinni. 

Ef Jón hrökklast úr embætti ætti Jóhanna að láta þjóðina nefna með kosningu nýjan sjávarútvegsráðherra sem hefði vald til að gera það sem þarf til að lagfæra það sem  illa innrætt hyski hefur eyðilagt. Ég ætla að vera fyrsti maður til að bjóða mig fram í það embætti. 

Þjóðin á kvótann "fiskinn í sjónum" og má gera við hann það sem fólkið vill hverju sinni og ekkert getur réttlætt að einhverjar græðgispúkahendur séu að vasast í því hvernig þjóðin eigandi auðlindarinnar stjórni veiðunum sér til hagsbóta.  EKKERT!

 AF HVERJU EIGA ÞINGMENN ERFITT MEÐ AÐ SKILJA ÞETTA?


mbl.is Meirihluti vill að Jón hætti
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þingmenn eiga ekkert erfitt með að skilja þetta, en greifarnir í sjávarútveginum er höndinn sem leggur ríflega í kosningasjóði flokkanna, og það er erfitt að standast slíkt.  Það er nú heila málið.

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 9.12.2011 kl. 19:59

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já Ásthildur það er valdið sem þeir ætla að byggja þjófnaðinn á. Talandi um að kvótinn hafi skipt um eigendur notandi prentvélar Seðlabankans til að send pabba gamla á eftirlaun og kalla síg nýja eigendur kvótans. Hvernig getur þjóðin setið hjá og kyngt þessum skrípaleik.

Skilur fólk ekki að við erum orðin ein verst spillta þjóð Vestur Evrópu þar sem núna er þetta fólk (má ekki kalla það hyski) komið með hreðajar tök á Samtökum Atvinnurekenda þar sem þeir beita bolabrögðum gagnvart fyrirtækjum og ofsækja einstaklinga.

Ef fæst fram rannsókn á því sem farið hefur fram í skjóli kvótans kæmi fram einhver versti skipulagði glæpur sem framin hefur verið á Íslandi. Þess vegna eru lætin svona mikil að ná aftur völdum. Til að koma í veg fyrir að þurfa upplifa skömmina.

Ólafur Örn Jónsson, 10.12.2011 kl. 10:19

3 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Já því miður er hér hvergi ofsagt Ólafur.  Hótanir, og allskonar feluleikir lygar og áróður sem hver maður ætti að sjá í gegnum. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 10.12.2011 kl. 10:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband