AFNEMA KVÓTANN ÞEGAR Í STAÐ! Spillingin og óþverrin sem er að sjá dagsljósið í kringum þessa kvóta vitleysu hefur nú keyrt um þverbak.

EKKERT  má koma í veg fyrir að þjóðin nái rétti sínum og KVÓTAKERFIÐ verði afnumið strax. LÍÚ menn gera núna grín að þjóðinni með lögfræðinga á launum við að gera ritgerðir sem styðja eign þeirra umbjóðenda á auðlind þjóðarinnar í skjóli nýtingar réttar.

Þetta ætti að vera nóg ástæða til að við sem þjóð tökum ábyrgð á því að afnema þetta óheilla kerfi og setja hér á réttlátt SÓKNARMAKR sem við þróðuðum fyrst þjóða. Með því að taka upp Sóknarmarkið sláum við vopnin úr höndum þjófanna og komum þjóðinni aftur á spor mannréttinda og hagvaxtar. Fólkið þarf á auðlindinni að halda til að komast út úr hremmingum banka hrunsins. Það eru landráð að standa í vegi þjóðarinnar að bjarga sér. 

Það sem átt hefur sér stað í Sjávarútvegsráðuneytinu ætti að sýna okkur að illa fenginn auður og völd kvótapúkans geta hæglega eyðilagt lýðræðið ef við stöndum ekki vörðinn. Með LÍÚ í vasanum og Samtök Atvinnulífsins undir sinni stjórn er þetta kvikindi komið í stríð við sína eigin þjóð sem alið hefur hann við brjóst sér og gert honum kleift að verða með ríkustu útgerðamönnum í heimi. Þakkirnar eru glæsilegar. 


mbl.is Þetta er ekki stjórnarfrumvarp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Lítil hagræðing í sóknardögum. Of mörg skip.

Höldum áfram með kvótakerfið. En seljum kvótann í staðinn fyrir að gefa hann.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2011 kl. 05:22

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Ekki veit ég við hvern ég er að tala Sleggjuna eða Hvellinn? En hvað varðar hagræðingu vitið þið ekkert um hvað þið eruð að tala ef þið eruð að halda því fram að meiri hagræðing sé í KVÓTAKERFI heldur en SÓKNARMARKI.

Í fyrsta lagi sést ekki nein hagræðing í kerfi sem hefur safnað og situr uppi með kr 212 milljarða skuldir og nánast engin ný skip allt eldgamlar ryðdollur. Hvílík hagræðing! Í SÓKNARMARKI voru keypt 120 (ný)skip og skuldirnar voru innan við veð eign í skipunum sem voru þá flottustu og fullkomnustu skip á sínum tíma. Skuldir fyrir fjárdrátt út á kvótaveð 70 milljarðar.

Í öðrulagi kom vitleysan og óhagræðið við kvótakerfið strax í ljós og sjómenn og útgerðarmenn reyndu að benda á hvernig skipin þurftu að endasendast út og suður í verkleysu til að leita að vissum tegundum sem ekki fengust það og það skiptið. Í SÓKNARMARKI taka menn það sem hendi er næst og hugsa ekki um það sem ekki fæst.

Í þriðjalagi á ég erfitt með að sjá hagræðingu í að veiða ekki fiskinn sem syndir hjá af því ekki má auka við aflaheimildir svo verðið á kvótaveðum bankanna lækki ekki? Hversu mörgum milljörðum útgerðin og þjóðin eru búin að tapa á þessari endaleysu sem Friðrik lýsti svo vel í viðtali verður aldrei svarað.

Í fjórða lagi er í dag kölluð hagræðing að búið er að stela 30% af tekjum sjómanna með því að þvinga með undirferli og bolabrögðum kostnaðarhlutdeild fram hjá skiptum. Þetta er gert þrátt fyrir að fiskverð hefur hækkað meira en eldsneytisverð. Ef þið kallið þetta hagræðingu þá .....

Staðreyndin er að þetta hagræðingar kjaftæði útgerðarmanna er bull út í loftið. Kvóti sem sagður er hafa skipt um eigendur er þegar Afi gamli er sendur á ellilaun með 2 til 7 milljarða í rassvasanum. Hann á síðan að kaupa hlut í fyrirtækjum til að ná völdum innan Samtaka Atvinnulífsins. Skuldasúpan sem eftir stendur er notuð til að komast hjá að greiða til þjóðfélagsins sem braufæriri þetta hyski.

Afskriftir er jú hægt að heimfæra uppá hagræðingu fyrir á þá sem tóku ofur lán sem ég kalla fjárdrátt og átti aldrei að borga eins og til dæmis MÓNU þjófnaðurinn þar sem SKINNEY/ÞINGANESS OG LANDSBANKINN bjuggu til plott til að hagræða fyrir SKINNEY/ÞINGANESS. 2,6 milljarðar stolið úr Landsbanakanum með skipulögðum hætti. Rosa hagræðing ekki satt. Afhverju er þetta ekki rannsakað svo fleiri geti hagrætt svona mikið??

Of mörg skip er ákvörðun stjórnvalda og búið var að setja stopp á innflutning skipa í SÓKNARMARKINU þegar komin voru 75 eða 80 skip. En sennilega yrði uppbygging STOFNANNA í SÓKNARMARKI svo mikil að við þyrftum um 100 togara til að fullnýta miðin og fjarlæg mið ásamt nýtingu flökkustofna.

Ólafur Örn Jónsson, 28.11.2011 kl. 09:02

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Varðandi áfram hald kvótakerfis má það alrei verða því að útgerðin er með ráðagerðir í gangi að gera lánstímann sem þeir hafa fengið að EINOKA veiðarnar að eignar rétt. Þetta kvótakerfi hefði aldrei átt að verða og hefur ekkert gert nema orðið til að þessa að bankarnir hrundu og fleirri manns misstu eignir sínar.

Til að sótthreinsa Ísland þarf skilyrðislaust að afnema KVÓTAKERFIÐ og taka veiðileyfin af núverandi kvótahöfum. Síðan sitji allir við sama borð þegar úthlutað verður veiðileyfum í SÓKNARMARKI. Þeir sem trúa á markaðinn hafna EINOKUN það á Íslenska þjóðin að hafa vit á að gera.

Ólafur Örn Jónsson, 28.11.2011 kl. 09:10

4 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Það er hægt að sanna hagræði með einföldum hætti.

Það er meiri hægræði í því að eitt skip fer út að veiða þúsund tonn að þorski heldur en tvö skip að veiða fimmhundruð tonn hvor samtals þúsund tonn.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2011 kl. 12:09

5 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

hægræði kvótakerfisins á ég þá við

Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2011 kl. 12:09

6 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

OOOOOH ég hef fengið SNILLINGA í heimsókn. Er þá ekki hægt að sanna með ennþá einfaldari hætti að 2 skip (annað fær ekki að róa núna) fari út og veið 1500 tonn hvort og landi á markað?

Og að skuldir á hvoru skipi séu undir veðhæfi skipsins og útgerðin borgi opinber gjöld eins og aðrir þegnar?

Að þetta séu nýtísku fiskiskip af fullkomnustu gerð og togi tvö troll í einu? Snögg kæli fiskinn í kælitönkum?

Að skipinu sé stjórnað af alvöru fiskimönnum eins og var í flestum tilfellum í SÓKNARMARKINU en mikið vantar á núna. 

Því miður eru gestir mínir nafnlausu illa að sér í sjávarútvegi og lepja upp ræpu úr munni áróðursmanna KVÓTAPÚKANS sem á ekki við nein rök að styðjast. 

Nei í SÓKNARMARKI  vðru 40 til 60% af skipunum í eigu ALVÖRU skipstjóra sem kynnu til verka og rækju skip sín sjálfum sér, áhöfninni og þjóðinni til hagsbóta öfugt við það EINOKUNNAR fyrirkomulag sem á sér stað í dag.

Ólafur Örn Jónsson, 28.11.2011 kl. 12:34

7 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sóknarmark. Ertu þá ekki að tala um að skip mega veiða ákveðna daga og svo búið.

Á milli þess eru skipin bundin við bryggju. Er það ekki sóun á fjármunum.

Svo er ég ekki áróðusmaður kvótapúkans einsog þú orðar þar. Ég er hlintur að setja kvótann á markað. En það vilja kvótakóngarnir alls ekki.

Jón Steinsson hefur komið með ágætis hugmyndir um það efni. Mun betri lausn heldur en þetta sóknarmarka bull sem skilar litlu til þjóðarinnar.

http://www.columbia.edu/~js3204/greinar/tilbodsleidin.pdf

Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2011 kl. 12:40

8 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

SNILLIGAR eiga náttúrulega að vita það að kvótastýringar og EINOKUN eru sannanlega verstu hagstjórnartæki sem verið hefur beitt. Enginn hefur verið svo skyni skroppinn að notast við þessi kerfi fyrir utan Íslendina nema Kommúnista ríki Austur Evrópu þar sem þessi stjórn tæki liðuðu í sundur hagkerfi þessara þjóða svo eftir stóðu rústir einar.

Á Íslandi hrundi bankakerfið og mestur hluti sparnaðar þegnanna þurkaðist upp útaf fjárdrætti út á kvótaveð. Núna höfum við ekki efni á að reka það velferðarkerfi sem byggt var upp í tíð SÓKNARMARKSINS. Við getum ekki borgað Læknum laun og hvergi í Norður Evrópu býr fólk við lakari kjör en á Íslandi sem stefndi í að verða ríkasta þjóði í heimi þegar SÓKNARMARKIÐ var við lýði. 

Mér sýnist Hamarinn og sleggjan vera rangnefni á þetta ekki að vera HAMAR OG SIGÐ?

Ólafur Örn Jónsson, 28.11.2011 kl. 13:03

9 Smámynd: Sleggjan og Hvellurinn

Sæll Ólafur

Er ESB með svona gott fiskveiðikerfi?

Ég veit ekki betur en að þeir líta til Íslands núna. Þeir eru að ráðast í breytingar á kerfinu.

Sleggjan og Hvellurinn, 28.11.2011 kl. 13:07

10 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Kvótastýring á veiðum úr mörgum stofnum samtímis getur aldrei gefið réttan alfa. Það sem hefur verið í áttina er það sem gert hefur verið varðandi loðnuveiðar þar sem mælingar fara fram frá því loðnan finnst og úthlutanir auknar ef ástand stofnsins leyfir. Þetta má gera í uppsjávarveiðum úr einstökum stofnum en er engan veginn hægt varðandi bontfisk. 

Miðstýring kemur alltaf til með að fylgja kvótastýringu. Slík stýring mun leiða af sér spillingu hvernig sem menn setja það upp. Eins og sýndi sig í stór góðu sóknarmarki þá eru alltaf til einhverjir sem telja sig eiga að hafa meiri rétt en aðrir. Því miður.

Í sóknarmarki verða til eins mörg skip og geta tórað. Það á ekki að vera hlutverk stjórnvalda að segja hverjir mega lifa og deyja. En síðan 1984 hafa komið inn tækifæri í úthafi og barrents hafi og má selja kvótann í þær veiðar og síðan eru veiðileyfi víðar. Svo kraft miklir útgerða menn munu geta fundið verkefni. Eins finnst mér ekkert af því að sjómenn fái auka dag með fjölskyldu eins og gert var í sóknarmarkinu. 

Sóknarmark mun skila miklu meiri fiski í land bæði útaf betri ástandi stofna og ekkert brott kast. Allur fiskur fer á markað og mun að sjálfsögðu innheimt auðlinda gjald af seldum fisk. 

Afhverju aðhyllist ég SÓKNARMARK? Af þvi að ég elska frelsi einstaklingsins og vill að þjóðin haldi áfram að nýta sér kraft sjálfbjargar viðleitni þegnanna  til að skapa og þéna. Aumingjar hafa ekkert erindi í útgerð og eiga að róa á önnur mið. 

Ólafur Örn Jónsson, 28.11.2011 kl. 13:32

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband