13.11.2011 | 11:40
HRUNIÐ OG SPILLINGING Í KRINGUM BANKANA HÓFST MEÐ FJÁRDRÆTTI ÚTGERÐARINNAR
Þarna var allt í einu fullt af pening, sagðir YOU-TUBE trúðurinn Hannes Hólmsteinn þegar hann var að hrósa Davíð Oddsyni fyrir að vera höfundur fjárdráttsins sem hafinn var út á kvótaveðin.
Jú hagfræðingarnir þekku sögu peninganna þar sem í upphafi var sett gull í geymslur sem síðan var notað sem verslunarvara með peninga. Þeir þóttust sniðugir þegar þeir kynntu þetta til leiks hjá útgerðinni sem sat á aflaheimildum þjóðarinnar og lögðu til að sama yrði gert með kvótann. Hann notaður sem hrein eign fyrirtækja og síðan veðsettur sem um skíragull væri að ræða.
Gull má 9 falda í viðskiptum banka og viðskiptalífsins af því að það er gull og rýrnar ekki en kvóti var bara hugtak og ekki einu sinni í eigu útgerðarinnar sem ekki getur sýnt fram á afsal þess til stuðnings.
Nú var farið að úthluta útgerðum þreföldum lánum út á eigið fé (kvótann sem talinn var ólöglega til eignar). Þessir peningar voru síðan notaðir til skipta í viðskiptum með kvóta sem síðan var veðsettur aftur og notaður til fjárfestinga.
Sá sem seldi hóf síðan sama leikinn haldandi á illa fegnum Matador peningum kaupandans og fóru inná almennan fyrirtækja markað og að kepptu um eignar hald í best reknu fyrirtækjum landsins. Að sjálfsögðu skekkti þetta illa fengna ódýra fé allt þjóðfélagið og eyðilagði verðbréfamarkaðinn og skaðaði atvinnulífið sem varð svo í kjölfar einkavinavæðingarinnar orsök hruns bankanna og gjaldþrot Íslands.
Íslendingar verða að gera sér grein fyrir að klíkan í kringum kvótann og kvótaveðin er eins og krabbamein í iðrum íslensks samfélags sem verður að skera í burt. Völd sem gífurlegur illa fenginn auður einstakra manna hafa skapað er búið að ná tangarhaldi á Alþingi þar sem þingmenn leika skrípaleik við að hundsa vilja þjóðarinnar til að afnema kvótakerfið. Bara til að þóknast KVÓTAPÚKANUM OG HIRÐ HANS.
Því miður gengur Sjálfstæðisflokkurinn í farabroddi í þessari hagsmunagæslu og hefur í þeim tilgangi kastað frá sér öllum fyrri gildum flokksins. Frjálslyndir hægrimenn verða að flykkja sér um þá aðila sem hafa sjálfstæðan vilja og eru reiðubúnir að kasta kvótapúkanum og spillingaröflum náhirðarinnar út úr Valhöll.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Og Jón Bjarnason meintur sjávarútvegsráðherra var settur inn í ráðuneytið af Steingrími J. Sigfússyni vegna þess að hann vissi að hálvitinn mundi bara rugla og blaðra og engin tæki mark á honum.
Níels A. Ársælsson., 13.11.2011 kl. 15:44
Sæll Óli. Þessa dagana er LÍÚ að auglýsa í blöðum og útvarpi að þeir hafi keypt veiðiheimildir fyrir 200 milljarða - og því megi væntanlega ekki breyta kerfinu.
Þá er því er stöðugt haldið að almenningi að yfir 80% af aflaheimildunum hafi skipt um hendur og núverandi handhafar hafi “keypt” heimildirnar. Því verði að bæta þeim með einhverjum hætti skaðann ef til skerðingar kæmi.
Ég vil því benda á; að á þrettán ára tímabili eftir að framsalskerfið kom til sögunnar árið 1990, afskrifuðu allar stærstu útgerðirnar kvótakaupin hjá sér um 20% á ári - afskrifuðu allt á fimm árum. Þá lækkaði afskriftatalan í 15% árið 1995 og hélst þannig að mig minnir til 1999. Eftir það voru 10% afskriftir.
Þannig eignfærði og afskrifaði stórútgerðin öll kvótakaupin til ársins 2003 og kom sér þannig hjá því að borga krónu í skatta. Eftir 2003 var skattareglunum breytt og ekki lengur hægt að draga kvótakaupin frá skatti.
Því má með réttu segja að stórútgerðin hafi í raun aldrei greitt eina einustu krónu fyrir eitt einasta tonn sem LÍÚ þrástaglast á að hafa keypt dýrum dómum.
Svo er það enn ein spurningin; hvernig útgerð getur átt eitthvað sem hún keypti af annarri sem hún átti ekki. Eignfært það í bókhaldinu og eftir að hafa afkrifað það að fullu - er það eftir sem áður verðmætasta eignin í efnahagsreikningnum...
Óli. Ég er búinn að benda mörgum á þetta og reynt að fá viðbrögð, meðal annarra margra þingmenna... en aldrei fengið eitt einasta svar.
Atli Hermannsson., 13.11.2011 kl. 17:39
Já strákar þetta er skipulagður glæpur og ekkert annað. Nú er landsfundur Sjálfstæðisflokksins framundan og Þorsteinn ætlar sér öll völd í flokknum með illu eða góðu. Það væri gaman að sjá hvar þeir eru að rotta sig saman við að semja þessar auglýsingar og hverjir taka þátt í þessu innan útgerðarinnar.
Svarið við þessum umskiptum á kvóta er einfalt því þeir hafa ekki borgað eina krónu fyrir kvótann. Þeir hafa veðsett eignir þjóðarinnar og keypt einhvern kvóta sem er þá mest um að ræða skipti á kvótum. þetta eru allt sömu útgerðirnar.
Þetta er bara lygaáróður ætlaður þeim sem ekki hafa sett sig inní það sem í raun hefur átt sér stað.
Ólafur Örn Jónsson, 13.11.2011 kl. 19:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.