12.11.2011 | 08:13
RÉTTLÆTIÐ LÆTUR BÍÐA EFTIR SÉR. Rannsaka þarf tilurð kvótaveðanna og fjárdráttinn sem átti sér stað.
Við lestur Þræði Valdsins verður maður agndofa hve ósvífnin og spillingin var í raun augljós í hinu daglega lífi. Það er eins og þjóðin hafi verið dofin og enginn getað hreift hendi gegn þessum óþverra.
En núna er ekki eftir neinu að bíða. Það er skilyrðislaust hlutverk Alþingis að láta kanna spillinguna, þöggunina og ofbeldið sem fólk var beitt til að hylma yfir ógeðslega hegðun Kvótapúkans og hans kóna í kjölfar "tvíhöfðanefndarinnar" og við upphaf kvóta-fjárdráttarins.
Að sjálfsögðu er það glæpur þegar bankar taka uppá því að lána milljarða króna til einstaklinga út á veð í fiskveiðiheimildum þjóðarinnar. Þetta er náttúrlega hrein spilling og ósómi af verstu sort og ekki nema von að hyskið skyldi reyna að hylma yfir þetta sukk. Eyðileggingin sem þetta olli á þjóðfélaginu verður seinnt bætt.
Þjóðin og þingið verða að viðurkenna glæpina sem áttu sér stað á þessum tíma og rannsaka verður það sem gerðist og draga til ábyrðar þá sem núna eru á fullu með fjölmiðlafræðinga í vinnu við að reyna að mála fortíð sína fögrum litum á hallærislegann hátt.
Skíthælar verða alltaf skíthælar sama hvaða litum þeir flagga eða fela sig bak við vammlausa félaga sína á forsíðum blaða og tímarita. Þvílíkur auli.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.