18.10.2011 | 07:11
HEFUR NÁÐS ÁRANGUR Í SJÁVARÚTVEGI OG FISKVEIÐISTJÓRNUN?? Eru menn fífl??
Þorsteinn Pálsson hefur eins og aðrir notað hvert tækifæri sem gefst að þóknast á KVÓTAPÚKANUM. Núna einhverra hluta vegna er hann í framsögu fyrir íslenskan sjávarútveg og hampar þá þessarI fáránlegu fullyrðingu. "þEIM MIKLA ÁRANGRI SEM NÁÐST HEFUR Í ÍSLENSKUM SJÁVARÚTVEGI".
Hvaða árangri höfum við náð? Lægsta útflutnings magn í 10 ár þegar góðæri er í hafinu?
EINOKUN er á úthlutun aflaheimilda og óréttlætið brýtur lög um Mannréttindidi?
Stórskuldug útgerð með úreltan flota?
Kannski ætlar Þorsteinn að feta í rök HAG-ÁLFANNA og tala um fyrir kvótakerfið þegar við keyptum 120 togara á örfáum árum en skulduðum ekki nema brot af því sem útgerðin skuldar núna?
Eða tala um fáein gjaldþrot sem urðu og tilraunir stjórnvalda að halda glötuðum útgerðarfyrirtækjum gangandi með gengisfellingum. En hvað er í dag? Afskriftir milljarða skulda illa rekinna útgerða án þess að gengið sé að eignum og kvótaveðum? Og hvað með gengi krónunnar er það ekki í algeru lágmarki svo ekki hefur nokkurntíma verið spilað svo lengi á jafnlágu gengi vörðu með gjaldeyrirshöftum. Fyrir hvern?
Nei leiguþý KVÓTAPÚKANS má ekki komast upp með að bera lygaþvælu á borð fyrir fólk. Sannleikurinn er sá að þjóðin hefur tapað milljörðum á KVÓTAKERFINU vegna of lítils afla og nú mætti auka útflutnings verðmæti sjávarafurða um milljarða ef ekki væri hér KVÓTAKERFI. Miðað við skuldastöðu útgerðarinnar og þær skuldir sem afskrifaðar hafa verið er stór hluti útgerðarinnar tækilega á hausnum. Arðurinn rennur ekki til þjóðarinnar heldur er EINANGRAÐUR inn í skulda rúlletu og nýtis þjóðinni sára lítið.
Noregur er að snúa við blaðinu og taka upp aðra stefnu í stjórnun fiskveiða og væri okkur nær að gera slíkt hið sama og byrja að veiða fiskinn. Það verður að bregðast skjótt við svo við missum ekki af markaðstækifæri því það er ekki sjálfgefið að sveltir markaðir taki við fiski á hæsta verði þegar þeir eru búnir að komast inná aðrar tegundir matar.
Svara ber kröfu þjóarinnar þegar í stað og afnema KVÓTAKERFIÐ og taka hér upp SÓKNARMARK sem þorsteinn Pálsson studdi ásamt "okkur" SJÁLFSTÆÐISMÖNNUM fyrir HALLDÓR OG DAVÍÐ og fyrir GRÆÐGI KVÓTAPÚKANS.
PS Kvótapúkinn þolir illa þegar ég nota orðið GRÆÐGI. Það heldur fyrir honum vöku karl ræflinum.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 19.10.2011 kl. 05:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.