13.10.2011 | 09:44
AFNEMA BER EINOKUN Í SJÁVARÚTVEGI OG FÓLKI FENGIN ARÐURINN AF AUÐLINDINNI
Það er góðæri í hafinu og á mörkuðunum. Það er skömm af því hvernig þjóð sem berst við að komast út úr hremmingum bankakreppu sem skuldsetning útgerðarinnar olli skuli ekki fá að bjarga sér. Að EINOKA auðlindina frá þjóðinni sem á fiskinn í sjónum eru brot á mannréttindum og ber að afnema KVÓTAKERFIÐ þegar í stað.
KJÓSENDUR verða að skilja að það er ekkert nema frekja í vissum útgerða aðilum og spilling þingmanna sem heldur KVÓTAKERFINU í gangi. Það er sannað að búið er að draga úr úthlutun aflaheimilda í þeim eina tilgangi að halda uppi KVÓTAVERÐI til að vernda veðin í bönkunum. Þjóðin hefur þannig verið svipt tugum milljarða í útfluntings verðmætum.
KVÓTAKERFIÐ gengur gegn tilgangi fiskveiðistjórnunar sem er að byggja upp og "hámarka" afraksturinn af auðlininni. Náttúra kvótakerfisins gengur þvert á þessi markmið. Úthlutun afla heimilda er of lítil á góðæri og verður til að stofnar aféta sig og hrynja. SÓKNAMARK sem var notað fyrir þetta kerfi vann á þver öfugan hátt mikill fiskur mikil veiði lítlill fiskur lítil veiði.
Í SÓKNARMARKI 1976 til 1983 varð mesta uppbygging í sávarútvegi á Íslandi samhliða uppbygginu í þjóðfélaginu. Samt voru skuldir útgerðar brot á við það sem nú er? Hvernig má það vera að NÝR FLOTI 1983 skuldaði 70% minna en eldgömul úr sér gengin vaskaföt sem nú hanga í spottunum?
Aflinn eykst | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.