5.10.2011 | 08:21
SAMRÁÐ VIÐ ÞJÓÐINA ekki við LÍÚ
Furðuleg hegðun og feluleikur Alþingismanna þegar þeir eru að reyna að komast hjá því að fara að vilja þjóðarinnar. Í viðtali við Bjarna Ben segir hann að "ríkt hafi sátt um niðurstöður sáttanefndarinnar". Um fiskveiðistefnuna. Þessi sáttanefnd var þriðja tilraun Alþingis og sitjandi ríkisstjórnar til að slá ryki í augu þjóðarinnar sem heimtar breytingar á fiskveiðistjórninni og afnám KVÓTANS. LÍÚ sest ekki í sáttanefnd nema búið sé að ákveða að tala eigi um áframhaldandi KVÓTAKERFI.
Þjóinni kemur ekkert við hvað LÍÚ finnst um fiskveiðistjórnina ef þeir útgerða menn sem nú eru í útgerð líkar ekki það fiskveiðistjórnkerfi sem þjóðin (ríkisstjórn þjóðarinnar ) setur hverju sinni þá fara þeir að gera eitthvað annað. Aldrei hefur þurft að skikka menn í að gera út á Íslandi.
Þegar litið er til hvernig spillingar öfl náðu að hefja stórfelldan þjófnað úr bönkum landsins í kjölfar "tvíhöfðanefndarinnar" ætti mönnum að vera ljóst að "við spyrjum ekki köttinn þegar á að gelda köttinn".
Því miður hefur KVÓTAPÚKINN komist upp með að draga félaga sína í LÍÚ á asnaeyrunum allt of lengi og því miður eru allt of margir útgerðamenn búnir að missa trúna á að hægt sé að reka góð og stöndug fyrirtæki í beinni samkeppni um aflann eins fyrirrennarar þeirra gerðu. Það eina sem íslensk útgerð þarf ekki til að blómstra er EINOKUN sem aldrei á að þekkjast í neinni atvinnugrein. Hún er aðeins þeim þóknanleg sem er steingeldur og hræddur við samkeppni eins og aumingja KVÓTAPÚKINN sem er í einkastríði við allan sjávarútvegs heiminn. Sumir eins og LÍÚ félagarnir halda að þeir séu samherjar þessa manns. En nei Þorstein hefur engöngu viðskipti við menn meðan það þóknast honum og hann getur notað þá. Ef hann þarf ekki lengur á einhverjum að halda er valtað yfir viðkomandi og hann helst strípaður af öllum tækifærum.
Svona lætur SJÁLFSTÆÐISFLOKKURINN og þingmenn fleiri flokka nota sig og svíkja þjóð sína til að þóknast GRÆÐGIS GOÐINU. Hvenær á að hafa samráð við þjóðina og afnema EINOKUN í sjávarútvegi og innleiða hér aftur lýðræði?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er ekkert undalegt að úgerðarmenn sem eftir eru í greininni vilji óbreitt kerfi.
Þeir geta gengið að hráefninu vísu þar sem kvótarnir eru svo litli og nægur fiskur í sjónum að þeir geta skipulagt allt árið og afhent vöruna á réttum tíma til kaupenda.
Skipin fá lista um svona mörg tonn af þorski svona mörg tonn af ýsu og svo framvegis, í hverri veiðiferð.
Ef kvótinn yrði aukinn um helming í þorski gæti reynst erfiðara að koma með umbeðinn afla vikulega í land. Ef menn skoða aflatölur úr Ægi frá því fyrir 1990 þá er þetta augljóst. Túrarnir voru mjög rokkandi bæði í afla og dögum. (lengd túra)
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.10.2011 kl. 09:41
Ertu hérna líka? Já það er mikill ótýttur fiskur í sjónum því miður fær þjóðin ekki notið þessara auðæva sinna.
Útgerðin og bankarnir þora ekki að láta auka kvótann svo allir geit veitt og enginn þurfi að kaupa kvóta þvi þá hefur hann ekkert verð eða lækkar í verði og veðin rýrna.
Alþingi má ekki dansa eftir þessum skrípa dans. Skítt með kvótaveðin og bankana hleypum fleirum að miðunum í sóknarmarki og setjum allan fisk á markað. Eftir 2 ár verður kreppan að baki, fólk færi að fá til baka eigur sínar og velferðakerfinu væri bjargað.
Ólafur Örn Jónsson, 5.10.2011 kl. 10:05
Ber að skilja þig svo Hallgrímur að þú trúir á þennan jafnstöðuafla sem Hafró er þá búin að finna og setja reglur um?
Kannski var þá bara óreiðu í þessum málum um að kenna að máltækið: "Það er ekki á vísan að róa" náði að þróast.
Auðvitað er það ekki svo.
Það er mikið slys í öllu tilliti þegar afrán verður hjá fiskistofnum vegna vanveiði. Þegar búið er að grípa inn í sjálfvirkni lífríkisins þá gengur ekki að handstýra til aukningar þeim skekkjum sem óhjákvæmilega myndast.
Við mætum ekki fæðuskorti með fjölgun við matarborðið.
Árni Gunnarsson, 5.10.2011 kl. 10:13
Árni, ég vil ekki hafa neinar hömlur aðrar en veðurfar og árferði í veiðum. Alls engin afskipti stjórnvalda eða fiskifræðinga. Enga styrki eða íviljanir. Bankar myndu lána út á skip og aðrar eignir útgerðarfélagana, debet og kredit munu sjá um að fiskistofnar þurkast ekki upp.
Þegar of mikið er veitt þá minnka stofnar, útgerðir hætta að græða og bankar hætta að lána þeim og þær útgerðir hætta veiðum, vel reknar útgerðir lifa niðursveifluna af og þegar fiskistofnarnir rétta við þá fara þær útgerðir að græða og Bankarnir ákveða þá hvort að þeir láni nýjum útgerðum eða ekki. Eru þetta ekki sjálfbærar veiðar??????
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.10.2011 kl. 13:53
Óli. Það er vaðandi þorskur um öll mið og líka þar sem aðrar tegundir eiga að vera. Margar ufsa, karfa og ýsubleiður eru undirlagðar af þorski. Það vantar bara ráðherra sem er í tengslum við sjómenn til að auka kvótann, góð saga þegar skipstjóri sem var að upplýsa ráðherra um karfaveiði og þrýsta á um meiri kvóta, var að sína ráðherra á korti helstu karfableiðurnar og sýndi svo að lokum hvar Halinn væri, þá kom hjá kalluglunni nú er Halinn þarna ég hef oft verið að spá í hvar hann væri...
Hallgrímur Hrafn Gíslason, 5.10.2011 kl. 14:06
Það er málið strákar það mætti stórauka sóknina ef passað er uppá seiðin og smáfiskinn með hólfalokunum og stutt við hryggningar.
Skynsamleg sóknarstýring á frjálsar handfæra veiðar með þeim rúllum sem þeir nenna að hafa.
Með skynsamlegri sókn og umgengni um miðin er hægt að auka karfann um 30 til 50 % á ári og þorskinn um 50 % 100 % og ég skal svo sjá um UFSANN.
Ólafur Örn Jónsson, 5.10.2011 kl. 14:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.