Hvernig á þessi þjóð að eiga viðreisnar von þegar Ríkisstjórnin og Alþingi hlusta ekki á kröfur þjóðarinnar. Nú á að halda áfram að skera niður og gjöreyðileggja velferðakerfið sem tekið hefur áratugi að byggja upp.
Hvers vegna hefur Ríkið ekki tekjur til að reka og stofnanir Ríkisins? Af því að með EINOKUN í sjávarútvegi er búið að EINOKA þjóðina frá aðrinum af sjávarauðlindinni. Þetta fé sem áður hefur verið sprengikrafturinn í uppbyggingu þegar á hefur þurft að halda er nú í hödnum fárra útgerða sem búnar eru að taka hagnaðinn út í formi LÁNA SEM BYGGJA Á VEÐUM Í KVÓTA ÞJÓÐARINNAR.
KVÓTAKERFIÐ hefði skilyrðislaust átt að afnema fyrir 2 árum og setja hér SÓKNARMARK. Nú er enn lag til að afnema KVÓTAKERFIÐ um næstu áramót og þannig spóla þjóðinni uppúr frjálsu falli í gjaldþrot þjóðarinnar.
Ríkisstjórnin verður að skilja að hún á að ganga erinda kjósenda sinna en ekki banka og útgerða. Í stefnuræðu Jóhönnu í dag verður að vera afnám Verðbóta og skuldaleiðrétting til heimilanna í landinu og afnám KVÓTAKERFISINS illræmda sem hér er allt að drepa og sett SÓKNARMARK sem gerir öllum jafnann rétt til veiða.
Þvert á gefin fyrirheit | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.