28.9.2011 | 11:35
EINOKUN Á FISKMÖRKUÐUM.
Það er ekki einatt að EINOKUN sé í fiskveiðum Íslendinga heldur er Kvótapúkinn á fullu í Evrópu að nýta EINOKUNAR aðstöðuna sem hann hefur hér heima og beitir nú sömu brögðum á erlendum mörkuðum þar sem hann valtar yfir menn. Ekki er nokkur vafi að þetta á eftir að stórk skaða Íslenska hagsmuni þegar framí sækir.
Nú þegar við afnemum KVÓTAKERFIÐ og stór aukum veiðar okkar í SÓKNARMARKI á Jón að skunda til Grimsby og síðan Kingston of Hull og lofa þessum vinum okkar stór auknu magni af íslenskum fersk fiski og brjóta þar með upp einokunina sem KVÓTAPÚKINN er að reyna að koma þar á í landi.
Síðan á Jón ráðherra að koma við í Hamborg, Bremerhaven og Cuxhaven og gera slíkt hið sama. Öllum ber saman um að við getum stór aukið veiðar á karfa og ufsa og á Jón að boða þessu fólki að nú muni aftur hafinn útfluningur til þessara borga af ferksum fisk og þurfi þeir ekki lengur að beygja sig undir EINOKUN KVÓTAPÚKANS.
Eina sem við eigum ekki að flytja út er úrelt kerfi EINOKUNNAR. Megi þeir skammast sín sem það stunda því frelsi í viðskiptum og veiðum er það sem LÝÐRÆÐIÐ gengur útá.
EINOKUN ER EINGÖNGU TÆKI MAFÍU AFLA OG ÞAÐ LÍÐUM VIÐ EKKI LENGUR Í OKKAR FALLEGA HEILBRIGÐA LANDI SEM SKARTAR NÚ SÍNU FEGURSTA HAUSTI. NÚ ER KOMIÐ HAUST Í SPILLIGUNA HÚN VERÐUR AFNUMIN Á VETRI KOMANDA MEÐ GÓÐU EÐA ILLU.
Jóni boðið til Grimsby | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Ein leiðrétting: Borgin heitir Kingston upon Hull.
Vendetta, 28.9.2011 kl. 11:45
Þakka ábendinguna "Vendetta". Kingston upon Hull búar elska fiskinn okkar og björguðu sér eftir að hafa misst veiðar við Ísland með því að versla og verka fisk frá Íslandi. Það er til marks um ágæti fólksins í Hull að eftir þorska stríðið þegar allir héldu að ekki væri óhætt fyrir okkur Íslendinga að koma þarna þá þvert á móti tók fólkið okkur vel og fagnaði að fá fisk frá Íslandi. Ég og fjölskylda mín eigum margar góðar minningar frá Kingston upon Hull.
Ég vona að okkur beri gæfa til að koma aftur á blómlegum viðskiptum við þetta góða fólk og látum ekki EINOKUN KVÓTAPÚKANS sem svívirt hefur fyrrverandi viðskiptavini okkar eyðileggja hag þess. Enginn þjóð hefur efni á að hundsa markaði fyrir afurðirnar í þeim eina tilgangi að fullnægja GRÆÐGINNI með tímabundnum viðskipta hagsmunum.
Ólafur Örn Jónsson, 28.9.2011 kl. 12:55
Átt þú við Ólafur að þeir sem kaupa fiskinn af „kvótapúkanum“ séu eintóm illmenni .?
Er það „frelsi“ í viðskiptum að allir eigi að selja fiskinn til Hull,Grimsbi ,Hamborg,Bremenhafen og
Cuxhafen samkvæmt skipun ráðherra??
Það er nákvæmlega ekkert að því að hafa skoðun á núverandi fiskveiðakerfi. En ausa atvinnurógi
yfir þá sem stunda sína vinnu samkvæmt núverandi kerfi er út í hött.
Snorri Hansson, 28.9.2011 kl. 17:52
Sæll Snorri sem allt veit. Þú varst náttúrulega á Sjávarútvegssýningunni? Já það sem er að ske í Englandi og í þÝskalandi þar sem ég þekki til er að einn aðili er í skjóli lítils framboðs að komast í EINOKUNAR aðstöðu
Með EINOKUN í fiskveiðum sem haldið var gagandi með ofbeldi (þetta veist þú) er nú verið að ná hreðjartökum á dreifingu á íslenskum fersk fiski á okkur stærstu ferskfisk mörkuðum.
Ef þú trúir mér ekki talaðu við menn sem stunda þessa atvinnu að kaupa og selja fisk í Þýskalandi og Englandi og hafa gert um árabil. Þessir aðilar versluðu við mitt skip á sínum tíma og eru nú að hrökklast úr þessum viðskiptum vegna EINOKUNNAR.
Atvinnurógur?? Það má reka menn úr vinnu og hótast við þá en ég má ekki segja sannleikann. Er það þitt lýðræði Snorri. Ekkert sem ég segi í pistlum mínum stnagast á við sannleikann. EKKERT - ALDREI.
Þessi skíthæll sem þú ert að verja stóð að baki slíkri lygaherferð gegn mér að hann ætti ekkert annað skilið en að hanga í hæsta gálga. Hetjan vóg að mér úr launsátri svo ég gat ekki varist honum og hans hyski. Ekki nefna róg við mig Snorri það á ekki við.
Ólafur Örn Jónsson, 28.9.2011 kl. 18:48
Ég er alveg úti á þekju hér, enda hef ég ekki verið á togara sl. 40 ár. Hver er Kvótapúkinn? Er það einhver tengdur LÍÚ?
Vendetta, 28.9.2011 kl. 19:33
Hahaha núú Kvótapúkinn kemur frá Akureyri og hefur stundað það ásamt Kristjáni Ragnarsyni að hringja í og ógna mönnum sem hafa leyft sér að láta í ljós skoðun á Kvótakerfinu eða kjörum sjómanna.
Nú er hann einn að laumast um með farsímann og hrellir menn úr launsátri.
Þessi maður sem auðgast hefur á fjárdrætti í skjóli kvótaveða hringdi í mig í bræðiskasti fyrir tæpum tveim árum og spurði "hvort ég ætlaði aldrei að læra"? Spurði mig beinn út hvort ég vissi ekki að hann hefði staðið að baki brottrekstri mínum af togaranum Viðey og síðan grafið undan mér í fyrirtæki sem ég hafði komið á laggirnar og reynt að gera mig gjaldþrota.
Í kjölfarið á þessum símtölum hafði ég samband við mann innan Hampiðjunnar þar sem ég hafði unnið. Þegar ég var þáttakandi í stofnun Frjálslyndaflokksins hafði hópur útgerðamanna haft í hótunum við forsvarsmenn fyrirtækisins og krafist þess að ég yrði rekinn fyrir afskipti mín af stjórnmálum. Ég fékk nú að vita að Kvótapúkinn frá Akureyri hafði farið fyrir þessum hóp.
Síðan ég byrjaði aftur að skrifa í blöð hafa margir haft samband við mig sem segja miður fallegar sögur af þessum manni sem er enn að og hvað mig varðar fór hann síðasta sumar á fund umboðsmanns veiðileyfa í Mauritaniu og hótaði honum ef hann léti mig hafa veiðileyfi. Sá Afríski sparkaði í rassgatið á Púkanum og henti honum út á götu og lét mig síðan vita.
Þessi maður er búinn að ná undir sig öllum völdum innan LÍÚ með öskrum og hurðaskellum og situr nú á hanabjálka Valhallar og hótast við þingmenn flokksins ef þeir fara ekki í einu og öllu að hans fyrirmælum. Útsendarar þessa manns eru um allt þjóðfélagið og gefa honum skýrslu um gang mála í Bönkum og tryggingarfélögum og allstaðar þar sem völd og áhrif eru til umfjöllunar. Þar eru útsendarar hans eins og pöddur.
Ef þú þekkir hann ekki er það gott en betra er að vita af honum. Hann laumast eins og rotta milli veggja og hafði ég ekki hugmynd um hans aðkomu að mínum málum fyrr en hann sagði mér þetta sjálfur í reiðiskasti. Margt væri öðruvísi í þessu samfélagi ef ég hefði vitað að hann væri bak við þau áhlaup sem gerð voru að mínu lífshlaupi.
Ólafur Örn Jónsson, 28.9.2011 kl. 20:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.