22.9.2011 | 22:33
Frjálsar handfæraveiðar skaða ekki stofnana en færir fólkinu hringinn í kringum landið björg í bú.
Ef við stödnum með samtökum "frjásra fiskimanna" fer enginn að mæla gegn því að handfæraveiðar verði gefnar frjálsar. Ríkisstjórnin verður að taka af skarið og afnema bann sem gengur í berhögg við mannréttindi.
Við fólkið í landinu verðum að standa með þeim sjómönnum sem sækja nú sjóinn þrátt fyrir að hafa ekki erft eða "eignast" kvóta með öðrum hætti. Það er skylda okkar að rísa upp ef beita á þetta fólk órétti fyrir að nýta sér mannréttindi sín og öskra á mannréttindi. Það er okkar réttur að stjórnvöld tryggi að mannréttindi séu í hávegum höfð.
Þetta verður lítið skref tekið í átt að afnámi kvótakerfisins illræmda sem spillt hefur þjóðfélaginu innan frá og sáð græðgi og eigingirni á hjörtu fólks. Það verður stærsta skref til réttlætis síðan við eignuðumst lýðræðið.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það verður gott að vera Íslendingur þegar handfæraveiðar
verða gefnar frjálsar.
Aðalsteinn Agnarsson, 22.9.2011 kl. 23:38
Það er sífellt að koma í ljós að fiskur smábáta er oft illa blóðgaður og illa ísaður. Sem skemmir fyrir heildinni og lækkar verð. Smábátaeigendur þurfa að hressa uppá ímyndina . Það hafa fáir samúð með kjafta gleiðum svörkum sem fullyrða að fiskur frá smábátum sé sá ferskasti sem til en reynist vart mannamatur.
Snorri Hansson, 23.9.2011 kl. 03:21
Þakka ykkur innlitið strákar. Ég held að þú ættir að skreppa sjálfur niður á bryggju Snorri til dæmis á Ísafirði eða í Sandgerði og sjá sjálfur fiskinn sem kemur uppúr þessum bátum. Ef þessi fiskur er skikkaður á markað læra menn fljótt meðhöndlun á fiski. Það tekur einstakt lag að eyðileggja fisk úti á sjó á einum sjólahring og ég held að þessi rök sem þú færir eigi rætur sínar að rekja til áróðursdeildar LÍU klíunnar sem hér vill allt drepa sem er til hagsbóta fyrir íslenska alþýðu því miður. Ég tel alveg útí hött að halda að menn sem búnir eru að koma sér upp bát og búnaði kunni ekki að blóðga fisk og ísa. Mönnum er venjulega það annt um peningana sína að þeir kasta ekki umstangi sínu á glæ þannig.
Ólafur Örn Jónsson, 23.9.2011 kl. 07:40
Skýrsla Matís 2011, unnin fyrir Sjávarútvegsráðuneytið segir:
Blóðgun Strandveiðiafla talin fullnægjandi að mati kaupenda!
Snorri er kjaftgleyður og hefur kokgleypt tóma þvælu.
Aðalsteinn Agnarsson, 25.9.2011 kl. 13:31
Já Aðalsteinn að sjálfsögðu kunna menn að meðhöndla fisk. Það eru alltaf einhverjir sem þurfa að vera með skítkast út í hvern annan.
Þetta var óþekkt fyrirbæri meðal sjómanna hér í eina tíð en núna er kynnt undir þessu af hyskinu sem eltir og sléikir aftur endann á Kvótapúkanum. ( sem lætur sér vel líka)
EINOKUNIN og GRÆÐGIN er búin að sýkja hug þessa fólks svo það getur ekki lifað í sátt við almenning. Þarf alltaf að vera að níða niður annað fólkt til að réttlæta tilveru sína.
Ólafur Örn Jónsson, 25.9.2011 kl. 15:19
Hverslags andskotans rugl er í þér Ólafur.Af hverju eru það mannréttindi að stunda veiðar með handfærum en ekki með trolli.Þú verður að færa rök fyrir þessu.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2011 kl. 17:20
Best gæti ég trúað að þetta rugl sé frá KVÓTAPÚKANUM komið.
Sigurgeir Jónsson, 25.9.2011 kl. 17:21
Það þarf ekki marga slóða til að eyðileggja orðspor fjöldans. Það er alveg rétt að smábátaveiðar eru vítamínsprauta fyrir smærri byggðalög. En málflutningur ykkar trillukarla er fyrir neðan allar hellur. þið stundið gegndarlausan atvinnuróg gegn atvinnumönnum í fiskveiðum og það gerir ykkur að ómerkingum. Til dæmis segið þið hér að allur málflutningur atvinnumanna sé áróður. Ég á engra hagsmuna að gæta í fiskveiðum eða vinnslu. Ég er aðdáandi íslensks sjávarútvegs og smábátaútvegur er hluti af honum. Ég les allt sem mér sýnist og ég mynda mér skoðanir og ein af þeim er sú að þið smábátakarlar sem hafið ágætan málstað að verja eruð búnir að drekkja ykkur í atvinnurógi og bölmóðs kjaftæði.
Snorri Hansson, 25.9.2011 kl. 17:22
Snorri erum við Aðalsteinn ekki atvinnumenn? Hvern andskotan ert þú að þykjast hafa vit á að dæma hver er atvinnumaður í sjávarútvegi eða ekki.
Ef þú ert búandi og starfandi í á Íslandi hefur þú hagsmuna að gæta í sjávarútvegi sem byggir á okkar auðlind. Það skiptir þetta þjóðarbú miklu hvernig arðinum af auðlindinni er skipt og eins og þú segir réttilega eru veiðar vítamínssprauta fyrir byggðarlögin. Eiokunin sem er í dag heldur arðinum frá þjóðfélaginu. Það erbúið að taka 400 milljarða að láni frá sjávarútveginum sem gerir það að verkum að sáralítið kemur til samneyslunnar á næstu 20 árum meðan verið er að borga þetta. Hvað varð um þessa peninga Snorri sem allt þykist vita?
Ef þú villt taka þátt í málefnalegri umræðu Snorri myndaðu þér þá þínar eigin skoðun en vertu ekki að lepja upp ræpuna úr þeim LÍÚ mönnum sem eru teymdir á asnaeyrunum af kvótapúkanum. Hann notar þá í að koma sínum hagsmunum fyrir í þjóðfélaginu og um allan heim til að fullnægja valdagræðgi sinni.
Skítalyktin af Þorsteini er farin að leika um allan íslenska sjávarútvegin og er hallærislegt að sjá hvernig allt of margir eru farnir að sleikja á honum rassholuna og þora ekki annað. Leiðinlegt að sjá hve lágt fólk getur lagst.
Ólafur Örn Jónsson, 25.9.2011 kl. 22:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.