ÓNÝTT ÞJÓÐFÉLAG. Grútugt sjálftökupakk heldur öllum auðæfum landins í greipum sinum.

Eins og ég hef bent á áður það er búið að eyðileggja íslenskt þjóðfélag. Með fjárdrætti í skjóli kvótaeignar voru reknir fleygar í undirstoðir íslensk efnahags og hrunið byrjaði. Nú þegar þjóðin þarf að rétta úr kútnum hefur fólkið ekki aðgang að auðlindinni.

Fámenn valdastétt situr á auðlind þjóðarinnar og færir út eignarhald sitt á fyrirtækjum þjóðarinnar. Völdin aukast og stéttarskiptingin verður augljósari. Íslendingar stefna í að verða þrælar þessa hyskis ef ekki verður gripið til þess þegar í stað að afnema kvótakerfið og stokka upp fjármála kerfi landsins. 

Aldrei hefur vestræn lýðræðisþjóð  verið svívirt eins og Íslendingar með þessu alvitlausa kvótakerfi sem runnið er undan rifjum fámennis glæpaklíku innan LÍÚ. 

AFNEMA BER KVÓTAKERFIÐ OG  SETJA HÉR Á SÓKNARMARK. GEFA VERÐUR UPP Á NÝTT OG REBÚÚTA ÞJÓÐFÉLAGIÐ FRÁ A-Ö. Við getum ekki sem kynslóð skilið skítinn efit Davíð og Halldór eftir fyrir afkomendur okkar. 


mbl.is Ungt fólk leigi í framtíðinni
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Spurningin er sú, hvort ekki væri nógu mikið að gert varðandi fiskveiðistjórnun ef togveiðar væru með öllu aflagðar innan landhelginnar og ströng mörk sett á fjölda og lengd neta frá hverju fiskiskip. Margir hafa trú á því að það dygði til að hvorki þyrfti að hafa kvótakerfi né aflamarkskerfi. Einnig er bráðnauðsynlegt að rjúfa tengslin milli veiða og vinnslu. Allur fiskur færi á markað. Öll stærstu fyrirtækin í sameiginlegri útgerð og fiskvinnslu eru með eigin sölufyrirtæki erlendis, sem sjá um afsetningu afurðanna. Það er nefnilega svo heppilegt að láta arðinn af viðskiptunum verða eftir í aflandsfélögum til að þurfa hvorki að greiða skatta hér innanlands né láta fiskimennina njóta arðsins af raunverulegu fiskverði erlendis.

Austurtrogið (IP-tala skráð) 20.8.2011 kl. 13:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband