27.7.2011 | 05:55
2.500 tonna aukning hefur ekkert með verð á fiski út úr landi að gera. Verð á kvóta lækkar hins vegar og er af hinu góða.
Að sjálfsögðu lækkar verð á kvóta þegar meira framboð er af aflaheimildum. En það hefur ekkert með verð á fiski að gera að auka við aflaheimildir um 2.500 tonn.
Furðulegt að sjá núna FS menn ráðast gegn Strandveiðum þeir sem voru í sömu sporum fyrir nokkrum árum þegar þeir börðust gegn kvótakerfinu við hlið okkar hinna. Nú eftir að þeir lugu sig inní kvótakerfið berjast þeir hatrammast gegn öllu frjálsræði. Grunnt á GRÆÐGINNI hjá þessu fólki.
Ímyndið ykkur að halda því fram að 2.500 geti lækkað verð á þorski í MILLJARÐA veröld þar sem nánast allur fiskur frá landinu er seldur fyrirfram! Fólk á að taka eftir hversu lákúrulegir kvótamenn eru í málflutningi sínum.
Vilji menn sjá rétt fiskverð á allur fiskur að fara á markað þá fyrst sjá menn rétt fiskverð á landinu.
Kanni hvort aukinn kvóti lækki verðið | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Engin fiskvinnsla á Vestfjörðum hefur hingað til lifað það af að vinna eingöngu fisk sem keyptur er á fiskmörkuðum.Ekkert bendir til að það muni breytast.Þú ert í raun að leggja það til Ólafur að engin vinnsla á fiski verði á Vestfjörðum.Ég legg það til að Vestfirðingar sem búsettir eru á Vestfjörðum fái að ráða því sjálfir.Og þessar svokölluðu strandveiðar eru rugl sem hvergi er við lýði nema hér á landi.
Sigurgeir Jónsson, 1.8.2011 kl. 11:05
OOOOOH ég virðist hafa komið við kaunið á einhverjum.
Allur fiskur á markað þýðir allur fiskur á markað! Allur togara, neta, línu og handfæra fiskur fer á markað. Enginn þarf að kaupa sem ekki getur hagnast á því. Markaðurinn leitar jafnvægis. Hvort Vestfirðingar vilja eða geta hagnast á fiskverkun er undir Vestfirðingum komið.
Eina sem er að strandveiðunum er að það eru of miklar takmarkanir. Nú á skilyrðislaust að stór auka afla í strandveiði POTTINN og leyfa fjölgun báta. Allir sem vettlingi geta valdið eiga mega eingast bát. Þú og KVÓTAPÚKINN getið ekki EINOKAÐ miðin Sigurgeir það er ekkert réttlæti í því.
Ólafur Örn Jónsson, 3.8.2011 kl. 04:25
Það mega allir kaupa sér bát, skip af hvaða stærð sem er.Það er engin takmörkun á því.Það er engin takmörkun á bátafjölda í strandveiðikerfinu.Það er greinilegt að þú hefur ekki verið á þessum svokölluðu strandveiðum Ólafur.Ég er nokkuð viss um að þú hefðir verið fyrsti maðurinn til að bölva þessari strandveiðþvælu ef þú hefðir sjálfur verið þátttakandi í henni.Handviss.
Sigurgeir Jónsson, 3.8.2011 kl. 17:54
Satt segir þú Sigurgeir Strandveiðarnar eru bull og vitleysa en milljón sinnum betri en EINOKUN Þin og Kvótapúkans.
Nei Sigurgeir það er ekki hægt að fara og kaupa sér bát. Þú veist allt allt um það. Ég má ekki fara og láta smíða bát eða kaupa bát í Noregi. Nei nei nei þess vegna verður að gefa út fleiri leyfi.
Handfæra veiðar frjálsar Sigurgeir og freista þess að endurheimta eðlilegt þjóðfélag fyrir afkomendur okkar þau eiga það ekki skilið að við skiljum þessa viðurstyggð eftir í lögum landsins. Við okkar kynslóð drulluðum á okkur en við þurfum ekki að klína því á börnin okkar.
Ólafur Örn Jónsson, 3.8.2011 kl. 19:54
Þetta er vitleysa hjá þér Ólafur.Það eru engar takmarkanir á smíðum skipa eða innflutningur þeirra á Íslandi.Þú getur þess vegna farið strax til Noregs og keypt skip til að fara á strandveiðar.Ég mæli samt ekki með því, það er hæpið að það yrði mikill hagnaður af þeirri útgerð.Trúlega ekki meiri heldur en ef þú leigðir kvóta á uppboði hjá ríkinu, jafnvel þótt þú létir mannskapinn taka þátt í kvótakaupum, eins og þeir gera sem hæst láta um að fara eigi þá leið.
Sigurgeir Jónsson, 4.8.2011 kl. 20:37
En hvað varðar Kvótapúkann þá er galdrasetur á Hólmavík, sem er alveg magnað.Þeir kunnu ráð við ýmsu í den.Púkar eru ekki nýtt fyrirbrigði og á galdrasetrinu geta menn lært ýmislegt sem notað var til að verjast þeim.Ég hef þá trú að það megi notast við eitthvað af því í dag.
Sigurgeir Jónsson, 4.8.2011 kl. 20:42
Gott að vita það Sigurgeir. Svo þú heldur að ég kunni ekki að fiska? Hræddur um að ég hafi nóg að gera á svona bát.
Dunda með potta og fara með sjóstöng gæti allavegna átt í matinn
Ólafur Örn Jónsson, 4.8.2011 kl. 20:43
Gott að glæpamaðurinn á góða að. Hann mun eflaust launa þér stuðinginginn eins og hirð aula sem hann heldur í kringum sig og notar til að vinna skítverkin fyrir sig. Þú verður í góðum félagskap þar Sigurgeir verði þér að góðu.
Ólafur Örn Jónsson, 5.8.2011 kl. 08:36
Ég hef ekki unnið fyrir kvótapúkann og reikna ekki með að það verði Ólafur.Og ég hef aldrei unnið hjá glæpamönnum og mun ekki gera.Ég starfaði hjá öðrum til sjós fram til 1991 eða í 30 ár. Ef ég lenti hjá einhverjum sem stóðu ekki við samninga sem var aðeins einu sinni þá forðaði ég mér.En hvað sem sagt verður um kvótapúkann þá veit ég ekki annað en að hann standi við þá samninga sem hann hefur gert við sjómannasamtökin.Það á ekki við um alla.
Sigurgeir Jónsson, 5.8.2011 kl. 09:09
Það er ekki mikið mál að standa við samninga þegar maður semur þá sjálfur. Eða veist þú ekki Sigurgeir að Árni Bjarnason gengur erinda Kvótapúkans?
Hvernig heldur þú að standi á 30 % kostnaðarhlutdeild áhafnar fyrir skipti??? Þetta var kallað "tímabundið olíugjald" 2,5 % af óskiptu þegar þessu var logið á.
Hvaðan heldur þú að "eyðilegging" mótframboðs til formanns hafi verið komin? Ég fullyrði að ÞMB hefur verið með í ráðum þegar mótframboð Eiríks gegn Árna var eyðilagt.
Eftir að hafa rutt úr vegi mönnum sem krítiseruðu vitleysuna sem fór fram eftir Tvíhöfðanefndina Sigurgeir héldu þessum manni engin bönd. Peningum stolið út úr banka kerfinu var dælt í fjárfestingar erlendis til að fela umsvifin. Nú þegar hann er að vaska þessa peninga inn í landið þykist hann vera að bjarga ÚA!!!
Hann stóð á bakvið sjónarspil Landsbankans og Brim til að búa til veð á ÚA kvótann. Allir sem vildu vita sáu að Guðmundur gat engan vegið látið þetta dæmi ganga upp enda kom það málinu ekkert við. Kvótann varð að veðsetja og breyta í "peninga".
Já hann stendur við samninga og kann að gera út en enginn á skipunum mega hafa skoðanir. Farðu um borð og spjallaðu við strákana hjá honum og jafnvel þér mun meira segja blöskra. Enda veist þú eins vel og ég að aðeins heimskan eða græðgin mæla með kvótakerfinu og jú hræðslan við að missa starfið.
Ég myndi leggja til að Lögreglustjóri og dómsmálaráðherra hafi yfir umsjón með öllum kosningum innan hagsmunafélaga sjómanna til að koma í veg fyrir að þessi maður geti haldið þessum samtökum í greip sinni. Menn verða að fara skilja hvílíkur DRULLUSOKKUR og DUSILMENNI þetta er.
Ólafur Örn Jónsson, 6.8.2011 kl. 00:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.