20.7.2011 | 10:20
PÓLITÍSKUR ROTTUGANGUR KVÓTAPÚKANS. Valdagræðgin á sér engin takmörk og útsjónasemin einstök
Kvótapúkinn er haldinn slíkri VALDAGRÆÐGI að það er samfélags ógn. Það er ekki nóg að vera orðinn stærsti útgerðaraðili við Atlandshaf haldandi á meir aflaheimildum en öll önnur fyrirtæki í heiminum heldur vill hann öllu ráða á Landinu Bláa.
Sagan í kringum Púkan er orðin eins og lygasaga og ógnin sem hann er búinn að koma upp í kringum sína persónu er slík að jafnvel Ríkisstjórnin kiknar undan yfirgangi hans. Ekki er nóg að hann haldi LÍÚ í greip sinni og allir þar inni standi og sitji eftir hans höfði heldur grafa ítök hans í SA sig dýpra og dýpra.
Sjálfstæðisflokkurinn gengur óskiptur erinda mannsins og innan raða annarra flokka fjölgar kvíslingum hans.
Ef Bankar, Fisksölusamtök og Tryggingafélög eru skoðuð kemur það sama í ljós. Fólk á hans vegum er þar í flestum deildum með eyrun opin og skila til hans öllu sem máli skiptir.
Þetta gerir KVÓTAPÚKINN af því GRÆÐGI hans í völd er gersamlega ótakmörkuð. Hann getur ekki liðið að eitt eða neitt fari fram í þessu landi án hans vitneskju né án þess að hann geti brugðist við því. Hvers vegna einhver er haldinn slíkri DROTTNUNAR ÁRÁTTU er óskiljanlegt en þjóðfélagið verður að bregðast við því þessi persóna er hættuleg og tilgangur hans ógeðslegur.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 6.8.2011 kl. 08:59 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.