17.7.2011 | 11:36
KÚGUN SJÓMANNA: Tímabundið olíugjald af óskiptum hlut til sjómanna orðin að 30% kostnaðarhlutdeild!
Ofbeldið sem sjómenn hafa verið beittir undanfarin ár eða síðan KVÓTAPÚKINN kom Árna Bjarnasyni til valda í FFSí er ólíðandi og þjóðinni allri til skammar. Að hægt sé með ÞÖGGUN í formi atvinnusviptinga að þvinga sjómenn til að taka á sig launaskerðingu og borga útgerðakostnaðinn á skipunum!
Stjórnlagaráð er nú að undirbúa drög að nýrri stjórnarskrá. Þau verða að skoða það sem gerst hefur í sjávarútvegi þar sem aðferðum einræðisherrans Mubarak hefur verið beitt og menn sem leyfa sér gagnríni hafa verið sviptir atvinnunni og gerðir burtrækir úr sjávarútvegi. Stjórnarskrá Íslands verður að valda því að svona lagað geti ekki átt sér stað.
Ég hef reynt að benda á þetta en það virðist ekki fá hljómgrunn sennilega af því menn trúa ekki að svona óþverri sé við líði. Í Mannréttinda sáttmála sameinuðuþjóðanna eru ríkisstjórnir gerðar ábyrgar fyrir að vernda þegnanna fyrir Mannréttinda brotum þriðja aðila. Slíkt ákvæði verður að vera í Mannréttinda kafla íslensku stjórnarskrárinnar.
Ástæða þess að ég fer fram í þessu er að komið er í ljós að þessi þöggun og ofbeldi sem sannanlega var framkvæmd til að þagga niður gagnríni á kvótann var og er einnig notuð til að kúga sjómenn til að taka á sig kostnaðarhlutdeild útgerðarinnar. Grunur leikur á að með fölsun "leynilegar" kosninga um síðasta samning sjómanna hafi þetta verið fest í sessi þrátt fyrir algera andstöðu sjómanna.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Það er náttúrulega alveg með ólíkindum að sjómenn skuli vera látnir borga olíukostnað á sama tíma og þeir eru sviptir skattafslætti sem allir njóta sem vinna fjarri heimilum sínum, þá í formi dagpeninga.Og á sama tíma og útgerðir segast geta borgað gjald til ríkisins og ríkisstjórnin segir að hagnaður af útgerð eigi að fara til ríkisins.Má ekki þessi hagnaður fara til þeirra sem vinna hjá sjávarútvegsfyrirtækjunum.Sjómenn hljóta að rísa upp og krefjast þess hagnaðar sem ríkið ætlar að hirða.En þetta er mjög áhugavert með kvótapúkann,Hvernig birtist hann þér.Hefurðu séð hann og talar hann til þín.Er hugsanlegt að einhver sé að senda hann á þig.Hefur hann fylgt þér um borð í skip.Mér skilst að hann sé sendur á þig frá Akureyri.Magnús Skarphéðinsson sem rekur Sálarrannsóknarskólann er mjög áhugasamur um svona og hefur verið með námskeið og líka þætti í útvarpi.Þorvaldur Friðriksson sgnfræðingur og fréttamaður er líka mjög áhugasamur um svona og myndi eflaust hafa áhuga á kvótapúkanum sem verið er að senda á þig og fleiri.
Sigurgeir Jónsson, 17.7.2011 kl. 16:20
Góður Sigurgeir ég klappa fyrir þér.
Ólafur Örn Jónsson, 17.7.2011 kl. 16:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.