KVÓTAKERFIÐ hefur eyðilagt þjóðfélagið. Kvóta-veð-rúllettan er Krabbamein bankanna.

Íslendingar eru kraftmikil, gáfuð og dugleg þjóð en því miður auðtrúa og kærulaus. Þess vegna komust nokkrir karlpungar upp með það að rotta sig saman og úr varð Kvótakerfi við stjórn fiskveiða í stað SÓKNARMARKS sem búið var að reynast okkur vel.

Ekki var þessum aulum nóg að hafa lagt EINOKUN á auðlind þjóðarinnar heldur vildu þeir meira. Þeir vildu auðgast á auðveldan skjótan hátt og ná meiri völdum í þjóðfélaginu til að geta tryggt afkomu sína enn betur á kostnað annarra þjóðfélagsþegna.

Þessi klíka fárra kom með hjálp sauðspilltra stjórnmálamanna upp lagaumhverfi sem gaf þeim kost á að arðræna bankanna án þessa að í staðinn væru sett veð. Með þessum fjárdrætti eru þessir aðila og kollegar þeirra búnir að draga svo mikið fé út úr bönkunum að innviðir þeirra standa nú á brauðfótum.

Til að forða upphafs mönnum þessara lánveitinga frá ábyrgð var ráðist í að EINKAVÆÐA bankanna og slíta þar með tengslin við stjórnmálamennina sem sett höfðu bönkunum reglurnar í þessum lánamálum til útgerðarinnar.

Ekkert "ríkt" nútíma þjóðfélag gæti nokkru sinni staðist að helsta auðlind þess sé tekinn svona eignarnámi án þess að nokkrar bætur kæmu í staðinn og vera síðan gert að féþúfu þar sem ódýrir peningar eru dregnir út úr bönkunum og síðan dritað yfir þjóðfélagið með yfirboðum í hlutabréf og fasteignir. Enda hrundi efnahagskerfið til grunna svo ekki stóð steinn yfir steini.

Það er KVÓTAKERFINU og þeim spilltu öflum sem það verja að kenna að Íslendingar eru nú fátækasta þjóð Norðurlanda með þrisvarsinnum lægri laun en okkar nágrannar Noregur. Það er þessum öflum að kenna að við erum nú á svipuðu róli í lífsgæðum og Austur Evrópu þjóðir sem lepja dauðan úr skel.

Þrátt fyrir þessar staðreyndir er hér hyski sem ætlar að halda gangandi KVÓTAKERINU og EINOKUN á fiskveiðum við landið. ER EKKI ALLT Í LAGI HJÁ ÞESSARI ÞJÓÐ????  

Allir sem með einhverjum hætti tala í dag fyrir áframhaldandi kvótastýringu eru vísvitandi að styðja það að hér sé haldið áfram að ARÐRÆNA ÞEGAN ÞESSA LANDS OG STYÐJA ÞAR MEÐ ÞÁ GLÆPASTARSEMI SEM AÐ BAKI LIGGUR.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband