24.6.2011 | 09:45
KVÓTAPÚKINN og HAG-Álfarnir - Smá saga.
Einu sinni á Lítilli Eyju langt Norður í höfum bjó lítil þjóð sem átti lítið annað en nokkra báta sem þau notuðu til að róa á og fiska sér til viðurværis. Þrátt fyrir að þarna uppi við endamörk veraldar væru verstu veður var þetta fólk hamingjusamt og var eitt réttlátasta þjóðfélag í heim.
Eitt var það sem einkenndi þetta fólk öðru fremur og það var dugnaður þess og færni við veiðarnar. Ungir menn flykktust á sjó og konur í fiskvinnslu. Arður var mikill af störfum þessa fólks hringinn í kringum landið og byggðirnar voru blómlegar.
Þegar þessi litla þjóð var borin saman við stórþjóðir heimsins kom í ljós að fólkið var ekki einatt hamingjusamasta fólk í veröldinni heldur reyndust þau vera með ríkustu þjóðum heims (miðað við höfðatölu) þó ekki bæru þau það á torg.
En nú fór að bera á því að nokkrir aðilar í þessu fallega ríka landi fannst þeir ekki fá nóg fyrir sig og sína og átti þetta sérstaklega við um einn Púka sem hafðist við Norðan-megin á eyjunni. Fór hann ásamt nokkrum kollegum sínum sem stunduðu útgerð að toga og pota í stjórnmálamenn á Alþingi landsins og fá þá til að gefa sér Einkaleyfi á að veiða fiskinn dýra sem synti í kringum landið og hafði skapað hagsældina fyrir litlu þjóðina.
Fólkið í landinu sem ekki þekkti GRÆÐGINA tók ekki eftir hvernig Púkinn kom því þannig fyrir að smámsaman náði hann og félagar hans EINOKUNAR aðstöðu yfir fiskveiðiauðlindinn og enginn gat lengur farið á sjóinn að veiða fiskinn nema með leyfi Púkans sem hélt nú fiskinum í formi KVÓTA.
Fyrst í stað skyldi fólkið ekkert í því hvernig þetta gat hafa skeð og enn síður að einhver skyldi vilja eiga einn alla lífsbjörg þjóðarinnar. Fólkið hafði aldrei kynnst GRÆÐGINNI sem nú knúði KVÓTAPÚKANN sem hélt áfram að fitna á auðævum sínum.
Þegar þjóðin fór að skilja að ekki var allt með felldu og vildi fá aftur til sín réttinn til að veiða fiskinn sem átti að vera eign þjóðarinnar réði KVÓTAPÚKINN til sín her HAG-Álfa sem voru útsmognir lygarar sem tóku nú að spúa lyga áróðri meðal fólksins og ota því hvert gegn öðru og kynda undir eigingirni og afpríðisemi.
Þótt peningaGRÆÐGI KVÓTAPÚKANS væri mikil var VALDAGRÆÐGIN meiri. Hann hafði komist upp með það að hótast við hamingjusama fólkið og þannig hræða það til hlýðni. Þetta veitt honum ánægju og vellíðann og var hann farinn að kunna hlutskipti sínu vel en þó? Eitt var það sem hann hafði ekki náð að eignast?
Útaf vonda veðrinu átti flest allt fólkið í landinu falleg og hlý hús sem þau höfðu byggt utan um sig og sína. Þetta voru fasteignir fólksins sem það sá ekki einatt sem ramma um fjölskyldur sínar heldur sína líftryggingu og sparnað. En KVÓTAPÚKINN sá þetta sem PENINGA.
Nú kallaði KVÓTAPÚKINN HAG-Álfana sína á fund og lögðust þeir yfir hvernig þeir færu að því að eignast þessa fasteign þjóðarinnar? Þarna voru HAG-Álfarnir á heimavelli því lygar og svik voru þeir búnir að innræta í vinnu sinni fyrir ríka KVÓTAPÚKANN.
Úr varð plan. Með því að búa til GERVI veð út á allan fiskinn sem KVÓTAPÚKINN og félagar hans áttu myndu þeir draga fé út úr bönkum þjóðarinnar. Þegar svo ætti að fara að borga til baka myndu þeir láta lánin falla á bankana sem áttu þá engin önnur veð en veðin í húsum landsmanna.
Og þetta gerðu KVÓTAPÚKINN og félagar hans og steyptu ríku hamingjusömu þjóðinni í skuldafen og óhamingju. Nú hoppaði KVÓTAPÚKINN af ánægju feitur og fallegur. Með peningum sínum og völdum kom hann sér nú upp hirð meðhlæjenda í helstu stofnunum þjóðarinnar. Ekki þurfti hann að opna fjárhirslur sínar mikið til að stjórnmálamenn þjóðarinnar misstu niðrum sig og alltí einu flæddi GRÆÐGIN um allt.
EFRI MILLI STÉTTAR LIÐIÐ sem skreið nú á eftir KVÓTAPÚKANUM og lapti dropana sem ultu af borði hans var stolt af því að vera orðið jafnara og "betra" en annað fólk í landinu lita og laug nú og sveik fyrir KVÓTAPÚKANN og vini hans hvar sem það gat.
ÞETTA ER ÍSLAND Í DAG.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.