22.6.2011 | 06:33
OECD og Strandveiðarnar: ´Verð á KVÓTA má ekki lækka þá lækka útgerðirnar í verði og fá ekki eins há rekstarlán!
Það er þegar komið fram hversu óviðeignadi og mikill óþarfi það er að OECD sé að álikta um áratuga politískt ágreinings mál. En það virðist sem einhver öfl innan stjórngeirans hafi viljað nota sér þessa "virtu" stofnun til að gefa sviksamlegum áróðri LÍÚ klíkunnar meira vægi.
En upp komast svik um síðir og þarf ekki annað er að lesa "álit" sérfræðinganna á Strandveiðunum til að sjá að í símtalinu við kvíslinginn hefur eitthvað skolast til.
Í matreiðslu lyginnar ofan í OECD var "íslenska hagfræðingnum" svo mikið niðri fyrir að lýsa því fyrir OECD mönnum hve hræðilegt það væri að "afturgöngurnar" kæmust nú aftur inní útgerð að hann gleymdi sér og úr varð þetta fíflalega "álit sérfræðinganna.
Aumingja OECD sérfræðingarnir misskildu þetta sem hagfræðilegan skaða af Strandveiðunum. Að þaulvanir trillukarlar sem eiga flotta skuldlausa báta tilbúna á sjóinn eyðileggi hafræðilegan tilgang Strandveiðanna verður náttúrulega skrípalegt í munni sérfræðinga þessar alþjóðastofnunnar sem á að vera hafin yfir politískt álit á innanríkismálum þjóða sem þurfa að sækja skammtíma ráðgjöf hjá stofnuninni.
OECD sérfræðingarnir ganga svo langt að segja að aðkoma þessara manna "grafi undan sjálfbærni og hagkvæmni fiskveiða"!
Og síðan halda sérfræðingarnir áfram og segja
Þessar aðgerðir, og að gefa ekki út kvóta fyrir "ákveðnar tegundir", hafa dregið úr verðmæti framseljanlegs kvóta??? Stjórnvöld ættu að vera varkár áður en farið er í lagabreytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu sem geta veikt kvótakerfið, segir í skýrslunni.
Hérna hafa kvíslingarnir misst sig eins og Friðrik Argrímsson gerði um daginn og þarna er óvart verðið að viðurkenna hvernig LÍÚ hefur notað magn af kvóta í umferð til að búa til verð á kvóta. Hér er OECD að lýsa því yfir að það hafi verið rétt að úthluta ekki meiri afla en svo að verð á kvóta haldist hátt.
Ef verð á kvóta helst hátt þá eykst ekki aðeis vermæti fyrirtækisins heldur fær útgerðin aðgang að hærra veði fyrir "rekstrarlánum" hjá bönkunum. Þeir eru hér að tala um lánin sem orsökuðu hrunið.
(Var ekki glæpsamlegt að "falsa verð á bönkunum" með svipuðum handstýringum?)
Nú er spurningin hvers vegna er OECD að gera þetta álit? Er Íslendingum sem hafa lengsta sögu í að stjórna sínum veiðum ekki treystandi til að stjórna sínum fiskveiðum án þeirra aðkomu? Og sem hagfræðingar sem hljóta að eiga að ráðleggja það nýjasta í hagfræði eru að mæla með að við notum EINOKUN til að viðhalda fiskveiðistjórninni og kvótaúthlutun til að hámarka afraksturinn? Eiga þessi fífl ekki að snúa sér að einhverju öðru en að ráðleggja um fiskveiðistjórnun.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkar: Bloggar, Viðskipti og fjármál | Breytt s.d. kl. 06:39 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.