ÞÖGGUN Í KVÓTA UMRÆÐUNNI. Hvers vegna eru aðrir kostir ekki ræddir?

Jón Kristjánsson fiskifræðingur og "bjarvættur" Færeyinga í fiskveiðistjórnun gerir athugasemd við fiskveiðistjórnun Hafro og sannar þar með að friðun vinnur í öfugu átt við uppbyggingu.

 

http://www.mbl.is/frettir/innlent/2011/06/20/fridun_skilar_ekki_arangri/

Jón hefur aðstoðað Færeyinga eftir að þeir höfnuðu KVÓTAKERFINU eftir 2ja ára notkun  vegna sömu vandamála og við eigum við að etja. Brotkasts, löndun framhjá vigt og litun fisks. 

Ekki náði "langtímahugsunin" tökum á Færeyingum og þess vegna er u bankar þeirra nú að kaupa upp banka í Danmörku og einstaklingar að kaupa Tryggingarfélög á Íslandi.

Færeyingar tóku upp SÓKNARMARK svipað því og við notuðum með góðum árangri í 5 ár fyrir KVÓTAKERFIÐ illræmda. 

Nú furðar það mig hvers vegna það er eins og TABU  að minnast á þetta tvennt. GRISJUN við stjórnun veiðanna og  SÓKNARMARK við úthlutun veiðiheimilda. Hvað veldur þessari ÞÖGGUN?

Í umræðunni um "litla" kvótafrumvarpi hjó ég eftir því að tveir af "vinum" Kvótapúkans Björn Valur og Bjarni Ben sáu erindi í því að koma í pontu og fordæma sóknarstýringu? Þetta var svo úr takt við það sem átti sér annars stað í ummræðunni að það fór ekki framhjá manni að þarna var verið skella á einn besta möguleika í betrumbótum á fiskveiðistjórninni. 

Samfylkingin virðist vera að berjast af heilindum í þessu mikilvæga máli en allir þar á bæ forðast eins og heitan eld að nefna GRISJUN og SÓKNARMARK. 

Ólimpískar veiðar:

Verndarar KVÓTAKERFINSINS kalla SÓKNARMARKIÐ Olimpískar veiðar. Þeir virðast ekki vita hvað þeir eru að tala um. Olimpískar veiðar eru kvótastýrðar veiðar. Þá er gefinn út kvóti fyrirfram og síðan á vissum tíma punkti er opnað fyrir veiðarnar og veitt þar til KVÓTINN er búinn eða tíminn líðinn. 

SÓKNARSTÝRING:

Sóknarstýring með allan fisk á markað eru þver öfug stjórnunaraðferð. Það er ekkert hámark eða lágmark á afla. Útgerðum er gefinn viss dagafjöldi til ráðstöfunar. Til að veiðar Þorsk og til að veiða aðrar tegundir með þorskívafi. 

Útgerðin/skipstjórinn stjórna síðanveiðinni eftir hvað þeir telja skila sér best. Ekki þarf að gefa upp hvaða veiði er verið að stunda fyrr en í lok túrsins. 

Jú það verður rosa misjafn árangur milli útgerða og skipa en enginn er að fiska annars fisk í sjó. Mikið magn hjá einum er ekki tekinn frá öðrum. Svo samanburður við Olimpískarveiðar á við eingin rök að styðjast. 

HVAÐA MARKMIÐUM VILL SAMFYLKINGIN OG ÞEIR SEM ERU ANDVÍGIR NÚVERANDI FYRIRKOMULAGI NÁ?

Sóknarstýring gerir öllum jafnt hátt undir höfði. Einstaklingum jafnt sem byggðarlögum. Og með allan fisk á markað nýtist tæknivætt uppboðskerfi markaðanna til að dreifa fisk um allt land til að koma í veg fyrir sveiflur og tímabundið atvinnuleysi á einstaka stað. 

Hvernig geta menn sem trúa á markaðinn og mannauðinn hafnað þessari leið? Hvað getur verið meira spennandi en atvinnugrein þar sem atorka og færni stjórna afkomu? Við þurfum að afnema EINOKUN í sjávarútvegi. Við þurfum að leiðrétta viðgangandi mannréttindabrot. SÓKNARMARKIÐ er útrétt hönd sátta sem bjóða réttlæti í stað ranglætis. 

HVERS VEGNA ÞESSI ÞÖGGUN?

Hvað veldur þá þessari ÞÖGGUN??? Er allt liðið svona hrætt við Kvótapúkann að það má ekki einu sinni nefna besta fiskveiðistjórnkerfi í heimi sett á af framúrstefnu manninum Matthíasi Bjarnasyni. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Sigríður Guðmundsdóttir

Takk fyrir góðan pistil Ólafur. Það er alveg ljóst, og öll rök styðja að þetta er rétt hjá þér.

Það krefst hinsvegar skýringa með réttum, skiljanlegum rökum, hvers vegna Færeyska stefnan er ekki tekin upp hér í fiskveiðistjórnun.

Þetta myndi koma sem flestum best, og koma í veg fyrir brottkast, sem er vitað að er gífurlegt magn vermæta. Brottkastið er afleiðing núverandi fiskveiði-óstjórnar hér á landi. Hugsa sér að fólk skuli leyfa sér að hafa svona fáránlegt óstjórnunar-fiskveiðikerfi, og allt hér á hvínandi Kúbunni, og atvinnuleysi eykst dag frá degi.

Ef þessi verðmæti sem verið er að kasta, kæmu í land, væri hægt að auka atvinnu gífurlega án tilkostnaðar. Með þessu koma tekjur af skatti í sveitarsjóði, sem allir eru á hausnum, þó mismikið. Og veiði myndi aukast án þess að skaða fiskistofnana, með Færeysku aðferðinni. Og fólk fengi atvinnu, sem er lífsnauðsynlegt. Ætlar ríkisstjórnin að koma í veg fyrir að fólk fái að vinna fyrir sér með fiski, sem annars er hent í sjóinn? Hvers konar hugsun er á bak við slíka tortímandi óstjórn? 

Nú verður þessi stjórn að taka sig til, og hlusta á menn eins og þig, Jón Kristjánsson fiskifræðing og fleiri sem tala fyrir sanngjörnum og arðbærum breytingum á þessu margþvælda núverandi svika-kvótakerfi, sem stuðlar að brottkasti og eyðileggingu á öllu kerfinu, og lífríki í sjó og á landi, og fólki.

Það er ekki nóg með að fiskurinn sé sveltur til dauða, vegna vanveiði og fæðuskorts eða kastað, heldur eru þeir farnir að drepa sjófuglana úr fæðuskorti vegna vanveiði og ofbeit í sjó. Og fólkið er líka drepið eða fælt frá landinu!!!

Neyðarástand í atvinnumálum leyfir enga bið á þessum þörfu breytingum, sem Færeyska leiðin hefur í för með sér.

Sóknarmark SKAL það verða! Þeir sem ekki skilja þetta, eru hættulega vanhæfir, og óhæfir með öllu, til að stjórna hér á landi, flóknara er það ekki.

Og góð vísa er aldrei of oft kveðin, svo ég bendi enn einu sinni á YouTube: Svindlið í kvótakerfinu í Kompás. Gangi okkur vel, og stöndum nú saman þessi þjóð, að koma þessum breytingum í gegn, því öll rök styðja að slíkar breytingar bjarga gífurlega miklu, og ekki veitir af. Það er engum stætt á að hindra það.

M.b.kv.

Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 21.6.2011 kl. 12:10

2 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Þakka þér innlitið Anna já það er furðulegt hvað þetta er ALLS EKKI í umræðunni. Það er eing og einhver hulin öfl hafi stjórn á umræðunni.

Sumt má ekki nefna og annað er þurkað út af borðinu eins og það sé ekki í myndinni. 

Ólafur Örn Jónsson, 21.6.2011 kl. 23:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband