20.6.2011 | 15:44
27 ÁR OG ENGINN ÁRANGUR!!!! LÍÚ menn búnir að draga þjóðina á Asna-eyrunum til að geta stundað fjárdráttinn í friði.
27 ÁR OG ENGINN ÁRANGUR SEGIR ALLA SÖGUNA. Jón Kristjánsson hefur ásamt fleirum barist fyrir því að menn sæju vitleysuna sem á sér stað innan HAFRÓ.
Áður en ógnanir KVÓTAPÚKANS náðu að þagga niður alla krítík á kvótakerfið og fiskveiðistjórnina bentum við Skipstjórarnir á þetta sama og Jón er að sanna núna. Það verður að taka fiskinn. Það verður að grisja slóðina við höfum 5 sinnum síðan 1990 séð það ske að þorskur er farinn að aféta sig og ekkert hefur verið gert. Þessi fiskur hvarf annað í fæðuleit.
Oft hefur það komið fyrir að skipin geta hvergi kastað til að ná Karfa eða ufsa allstaðar er þorskur. Ég átti eitt sinn árið 1995 í stökustu vandræðum ég gat hvergi kastað þó ég væri á hefðbundinni karfa slóð. Fjöllunum og niður í Skerjadýpi. Það var allstaðar þorskur og við fórum langt umfram leyfilegan þorskafla í túrnum. Þegar ég kom í land hitti ég Forstjóra útgerðarinnar og þóttist vera að vinna útgerðinni gagn með að ráðleggja honum að þrýsta á um aukningu á þorsk kvótanum.
Svarið kom mér í opna skjöldu: " Það má ekki Oli þeir eru ennþá að deyja"! LÍÚ stjórnaði þá úthlutun aflaheimilda og voru með skipulögðum hætti að kaupa upp minni kvóta-hafa og byggja um EINOKUNINA. Eftir 1993 "Tvíhöfðanefndina" átti stjórn fiskveiða ekkert með ræktun miðanna að gera. Allt gekk út á að ná EINOKUNAR aðstöðu og nú er komið í ljós hvernig verð á kvótanum var skrúfað upp.
SÓKNARMARK Matthíasar Bjarnasonar gekk út á það sem Jón Kristjánsson er að segja okkur. Hér voru yfir 200 togarar á Íslands miðum fyrir útfærslu fiskveiðilandhelginnar. Aflinn var uppí 550 tonn af þorski!!! Við áttum ekki nema 25 síðutogara. Sem betur fer var gripið skjótt í taumana og við hófum innflutning á nýjum skuttogurum en ekki nógu hratt því að veiðin hrundi fyrir nefinu á okkur.
Sóknarmakið hjálpaði okkur að byrja frá grunni og átti að auka veiðina þegar fram í sækti en allt var eyðilagt veturinn 1983 þegar fámenn klíka, sem ekki sætti sig við að sitja við sama borð og aðrir, labbaði sér inn á skrifstofu Halldórs Ásgrímssonar og versta fiskveiðistjórnkerfi í heimi varð til. 1990 sáum við botninn.
Kæri lesandi þjóðin er búin að tapa milljörum í minni útflutningi vegna kvótlaganna svo ekki sé talað um skuldastöðu útgerarinnar og þurðina í bönkunum. Allt spillingunni að kenna,
Friðun skilar ekki árangri | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
....tapa milljörðum....... Eigum við ekki að tala upphátt um þennan glæp og segja: "búin að tapa hundruðum milljarða?"
Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 16:37
Jú Árni ég og við erum búinir að vera að reyna að öskra okkur hása í myrkrinu en nú er glæpurinn kominn upp á yfirborðið og verðum við að vona að heiðarlegt fólk innan Hafró og bankanna gangi fram og uppljóstri hvað hefur átt sér stað.
Svo ég tala nú ekki um inná þingi og í flokkunum. Einhverjir hljóta að hafa orðið varir við þetta í umræðunni eða á fundum.
Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2011 kl. 17:37
Ólafur,
Jón hefur ekki sannað neitt hér, hann hefur ekki stundað neinar rannsóknir á þorskinum við Ísland. það eina sem hann gerði var að lesa vísindagrein eftir starfsmenn Hafró og núna allt í einu hafa þeir eitthvað satt og merkilegt að segja að hans mati. En oftast talar hann um starfsmenn þessarar stofnunar eins og þeir viti ekki neitt og ekkert mark sé á þeim takandi. Það er gott að geta valið hvað maður á að taka mark á frá hafró svona eftir því sem manni hentar.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 19:11
Davíð: Hvers vegna ætti að taka mark á vísindastofnuninni Hafró? Hver er árangur hennar eftir áratuga friðunarbull? "Besta fiskveiðikerfi í heimi!" Og við erum að veiða brot af því sem lagt var upp með þegar friðunarstríðið byrjaði.
Af hverju kæra Færeyingar sig ekki um okkar kerfi? Af hverju tóku þeir mark á Jóni Kristjánssyni en ekki Hafró?
En hvernig skyldi nú standa á því að ég hef ekkert heyrt af þér nema þegar þú tekur til við að hreyta einhverju í Jón Kristjánsson? (Þessari spurningu var ekki beint til þín.)
Ég heyrði í kvöldfréttum stuttlega rætt við Ólaf Karvel Pálsson um þetta deiluefni. Að máli hans loknu og skýringum undrast ég ekki þótt starfsmenn Hafró hafi sig ekki mikið í frammi í þessari umræðu.
Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 19:29
Árni
Hvaða vitleysa er þetta, ég hef ekkert verið að hnýta í Jón. Hann er duglegur að gagrýna en getur ekki verið yfir alla gagnrýni hafinn sjálfur. Ég er bara ósamála honum um hvernig hann metur hvað er að gerast með þorskinn hér og við Labrador. Hvernig getur það verið að hnýta í manninn, hinsvegar eftir að ég hafði gagnrýnt hans skoðanir á þessu brást hann við með að gera lítið úr minni menntun, það er að hnýta í menn.
Hefur Hafró yfir höfuð eitthvað með sjálft kvótakerfið að gera? Eru þeir ekki fyrst og fremst að rannsaka, leggja mat á stærð fiskistofna og með ráðgjöf um hversu mikið er óhætt að veiða. Málið virðist mér vera alger ruglingur í umræðunni á annarsvegar fiskveiðikerfinu og hins vegar hversu mikið við eigum nýta fiskistofna. Ég er ekki viss um að báðir þessir hlutir séu á hömdum Hafró. En ef svo er þá leiðréttið mig.
En það er rétt að hverskonar fiskveiðikerfi sem hvetur og/eða neyðir menn til að stunda svindl og svínarí með auðlindina er ekki neitt kerfi og á að breyta. En það breytir því ekki að við verðum samt að hafa langtímasjónarmið og sjálfbærni að leiðarljósi við nýtingu fiskistofna.
Davíð Gíslason (IP-tala skráð) 20.6.2011 kl. 22:16
Til hamingju með að sannleikurinn um galla kvótakerfisins fékk opinberlega viðurkenningu. Davíð hefur auðvitað séð á YouTube: Svindlið í kvótakerfinu í Kompás?
Gangi ykkur öllum sem best
M.b.kv.
Anna Sigríður Guðmundsdóttir, 20.6.2011 kl. 23:34
Það er rétt að þarna er um tvö mál að ræða en ekki óskyld. Hafró heldur niðri aflaheimildum og vitað er að skortstaða í aflaheimildum heldur uppi verði.
Hvernig á því stendur að stjórnendur Hafró hafa ekki kært sig um að mæta gagnrýnisröddum í opinni umræðu fyrir framan alþjóð er afar áleitin spurning sem ég vil sjá einhver svör við.
Það er alveg bullandi pólitík í stjórnun fiskveiða og um árabil hafa tveir stjórnmálaflokkar borið á því máli mesta ábyrgð.
Árni Gunnarsson, 20.6.2011 kl. 23:38
Davíð hvaða andsk**** vitleysa er þetta?Taka mark og taka ekki mark á Hafró? Hafró er ekki búin að gefa frá sér aflamarksheimildir sem mark er á takandi síðan 1993. Lestu það sem ég skrifaði. Þessi forstjóri var Stjórnarformaður Hafró!
LÍÚ hóf að skaffa sér magn af úthlutuðum kvóta 1993 eftir að Tvíhöfðanefndin lögleiddi framsalið og afnam frjálsar handfæraveiðar til að ná yfir stjórn á framboði á kvótanum. Nú hófst róður á veðin í bönkunum.
Hafró hefur síðan vafist inní þennan svika vef og er ekkert að marka neitt sem hefur komið frá stofnuninni. Karfi hefur stór aukist og þorskur er í algeru hámarki og ekkert er gert til að auka við aflaheimildirnar??
Eftir því sem manni hentar? Um hvern andsk**** heldur þú Davíð að þetta snúist? Einhvern fíflagang. Þetta kerfi hefur stór skaðað þessa þjóð og allt mannlíf svo ekki sé talað um sjávarútveginn. Eftir því sem manni hentar... djísus
Ef þú ert að vitna til þessa "langtímahugsunar" kjaftæðis úr hagfræðingunum þá get ég sagt þér Davíð að það á alls ekki við um fiskveðar í neinni mynd. Náttúrnan kann ekki að lesa Excel skjöl og ætla sér að gera einhverja jafn hækkandi eða lækkandi graf-línu um veiði á þorski eru menn að kasta frá sér hugsanlegum verðmætum eins og gerst hefur 5 sinnum síðan kvótakerfið var tekið upp og er að ske núna?
Ef þú hefur ekki heyrt sögurnar um það að fiskur er að éta sjálfan sig eða séð risa þorsk með of stóran haus miðað við bolinn þá ertu tæplega hæfur til að blanda þér í þessa umræðu fyrirgefðu. Kenningin sem Jón er að fylgja eftir er marg sönnuð í fiskifræðinni og þarf ekki að fara lengra en í fjalla votnin okkar.
Davíð ég reyni að halda mér við málefnin vinsamlega gerðu það líka.
Ólafur Örn Jónsson, 20.6.2011 kl. 23:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.