18.6.2011 | 18:16
VINSTRI GRÆNIR BJÖRGUÐU FISKVEIÐISTJÓRNINNI MEÐ ÓMERKILEGHEITUM SÍNUM. SÓKNARMARK EINA LEIÐIN
Frá fyrsta degi kom í ljós að ekki var allt með felldu í umræðunni um nauðsynlegar breytingar á kvótkerfinu illræmda. Vilji þjóðarinnar var og er skýr. Afnám kvótans.
Nú voru góð ráð dýr hjá Kvótapúkanum sem búinn er í 18 ár að leggja allt í sölurnar að koma í veg fyrir að þjóðin nái fram vilja sínum í þessu mikilvæga máli. Kvótpúkinn vinnur á vissan hátt eins og reynslan af plotti hans hefur sýnt. Hann þurfti kvíslinga inni á þingi í ríkistjórninni.
Kjósendur gáfu skýr skilaboð með umboði sínu í kosningunum. Afnám spillingar og afnám kvótkerfisins.
En hvernig stóð á því að ekki var hægt að koma saman eðlilegu réttlátu fiskveiðistjórnkerfi sem gerði öllum jafn hátt undir höfði eins og var fyrir tíma kvótakerfisins? Jú allan tímann voru menn innan VG sem gengu ekki heilir í takt við aðra í sköpun nýs kvótafrumvarps.
Fífla gangurinn í kringum "endurskoðunarnefndina" sýndi strax að hér var bara sjónarspil á ferð og áttu LÍÚ menn í fjórða skipti að komast upp með að skrifa upphaf útkomuskýrslunar áður en endurskoðun hófst.
Útkoman í dag er að kvótafrumvarpið er ónýtt eftir þessar aðfarir manna innan VG og best að henda því.
ÞETTA ER Í RAUN SIGUR FYRIR JÓHÖNNU nú getur hún látið útbúa frumvarp sem setur ákvarðanir í þjóðarinnar í þjóðaratkvæðagreiðslu. Kosið verður um anám Kvótkerfis og upptöku SÓKNAMARKS.
Þjóðin nær vilja sínum og mannréttindi verða virt. Enginn getur lagst gegn Sóknarmarki þar sem allir sitja við sama borð og "allur fiskur á markað" gefur öllum landsmönnum aðgang að auðlindinni.
Athugasemdir
sæll vertu
Sem betur fer eru hægri Grænir komnir á kreik og brilljant fundur í gær stefnuskráin komin og lög félagsins í anda heimilana og er ég ekki í nokkrum vafa hverjir vinni næstu kosningar.
Tugmilljarða gúmmítékkar og loforð hafa komið frá Ríkisstjórninni án samþykkis Alþingis sem er brot á Stjórnarskrá og ekki veit ég hvernig menn horfi nú á einmenningin í Landsdómi?
Þór Gunnlaugsson (IP-tala skráð) 18.6.2011 kl. 20:01
Hægri Grænir standa vörð um núverandi kerfi fiskveiða Þór. Þar er enga von að hafa enda formaðurinn tengdasonur Granda
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 18.6.2011 kl. 21:06
Já Þór það er greinilega verið aðkljúfa hægri menn með þessari þvermóðsku Sjálfstæðismanna.
Menn verða að snúa frá EINOKUN í sjávarútvegi ef þeir þykjast kalla sig Hægri. Það er aðeins tvennt sem fær menn til að hugsa og mæla með kvótakerfi í stjórn fiskveiða annars vegar græðgin og hins vegar heimskan.
Hægri stefna á fiskveiði aðferð sem er sóknarmark með allan fisk á markað. Ekkert getur verið nær frelsi einstaklingsins til athafna.
Skoðið afrakstur skipanna í Sóknarmarkinu og sjáið hversu mikill munur er á milli sambærilegra skipa. Það er þannig í veiðinni sumir kunna en hinir kunna ekkert.
Ólafur Örn Jónsson, 18.6.2011 kl. 22:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.