12.6.2011 | 11:00
BETRA AÐ TAKA RISALÁN EN AÐ LEYFA FÓLKINU AÐ AFLA TEKNA.
Fjórflokkurinn hefur talað. Fagnar því að við getum haldið áfram að taka lán sem falla munum á komandi kynslóðir frekar en að leyfa fólkinu að afla tekna. Fiskurinn syndir hjá óveiddur en hagsmunagæslan gengur svo úr hófi að ekki má veiða fiskinn sem sennilega hverfur í djúpið í haust.
Vonandi kemur nýr fiskur á miðin en þessi stóri fiskur sem nú er um allan sjó er að öllum líkindum farinn í haust. Hann veiðist annars staðar þar sem hann verður á flakki að leita sér ætis.
Nú er búið að reikna út hvað aukning á afla muni gefa fram til 2016 ( eins gáfulegur slíkur útreikningur er ) og segja menn að aukningin verði yfir 100 milljarðar. Þá getur fólk séð hve mikið við erum búin að tapa á "handstýringu" LÍÚ á úthlutun afla heimilda undan farin 17 ár. Sennilega yfir 200 milljarða síðastliðin 17 ár.
Hagsmunagæsla Sjálfstæðisflokksins er gengin fram úr öllu hófi og er forystan orðin hallærisleg í framsetningu raka sem ganga þvert á Sjálfstæðisstefnuna. Kastað er fyrir róða frelsi einstaklingsins til orðs og æðis en EINOKUN og sérhagsmunagæsla sett í fyrirrúm.
Alvöru Sjálfstæðismenn ættu að skoða hug sinn hvort þeri séu fylgjandi spillingu og fé-græðgi LÍÚ? Hvort þeir vilji ljá Kvótapúkanum á Akureyri atkvæði sitt í framtíðnni.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 13.6.2011 kl. 01:13 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.