10.6.2011 | 09:54
LÝÐRÆÐIÐ Í HÆTTU: Ef ekki næst að afnema kvótakerfið eru við búin að missa lýðræðið.
Þegar fámenn klíka er búin að koma sér þannig fyrir í skjóli illa fengis auðs að hún getur leyft sér að hóta stöðvun alls atvinnulífs í landinu. Þá er Lýðræðið í hættu.
Þegar Þeir leifa sér að hóta ríkisstjórn landsins stöðvu fisveiðiflotans ef stjórnin ætlar að framfylgja vilja fólksins þá er Lýðræðið í hættu.
Þegar undir þessum hótunum þeir geta stöðvað eðlilegan framgang mála á Alþingi þá er er ekkert Lýðræði í landinu.
Gífurleg auðævi sem dregin voru út úr bönkunum hafa verið notuð til að fjárfesta víða um þjóðfélagið með að virðist skipulögðum hætti til að ná sem víðtækustum völdum. Við fengum að sjá hvernig í tök útgerðin hefur á SA. Þetta er engin tilviljun þetta hófs allt 1993 og hefur einn maður farið fyrir þessari þróun í þeim eina tilgangi að ná völdum.
Með tengingum við stjórmálaflokka og inní háskóla er verið að grafa undan stjórnkerfinu svo hægt sé að stjórna því sem þeir vilja stjórna. Þessi þróun mun halda áfram og leiða til þess að hér verður eins og í ríki Mubarak þar sem þeir fengu ekki vinnu og gátu ekki framleitt sér og sinum sem ekki voru honum þóknanleg í skoðunum.
Við skulum ekki efast um að svona fer ef við bregðumst ekki við. Það er búið að fara á eftir fólki til að þagga niður í því og ryðja því úr vegi. Það er verið að fara á eftir fólki og einangra það og gera það skaðlaust. Þessi maður er engu líkur og hann mun ekki stoppa ef hann kemst upp með að halda gangandi EINOKUN kvótakerfisins og ítökum sinum í bönkunum mun Lýðræðið hverfa úr íslensku þjóðfélagi.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Andaðu nú í bréfpoka og teldu upp á eins og 110 áður en þú ýti á "send". Þvílík móðursýki!
Jón Steinar Ragnarsson, 10.6.2011 kl. 10:39
Því miður Jón er ég búinn að vera þögull áhorfandi af þessu ferli í 17 ár. Ég var byrjaður að vara við því sem við erum að vitna hér núna á árunum 1985 til 1996 og endaði á "dauðalista" útgerðarinnar 1996. 1997 var samningur minn runnin út og var ég rekinn.
Þrátt fyrir að vera með mesta afla á veiðidag og hæstu sölur á mörkuðum fékk ég hvergi vinnu á skipunum út af því að ég benti á "þetta"
Síðan tók ég þátt í stofnun og framsókn Frjálslyndaflokksins og þá kom Þorsteinn Már ásamt fleiri sem ég ekki hef fengið uppgefið í Hampiðjuna sem ég vann og kröfust þess að ég yrði "þegar í stað" rekinn fyrir afskipti mín að stjórnmálum. Fyrir þessa menn þagði ég í 12 ár þá komu þeir höggi á mig án þess að ég hefði talað.
Þarna er maður sem er fasískur glæpamaður sem haldinn er ótakmarkaðri valdagræðgi. Ég hafði aldrei farið gegn honum persónulega í mínum skrifum heldur var ég er á móti kvótastýringu á fiskveiðum. En hann fann sig knúinn til að segja mér það sjálfur hvernig hann hafði staðið að baki aðförunum gegn mér. Ég skal viðurkenna að þá smullu brotin saman.
Sagan mun leiða sannleikann í ljós Jón mér finnst bara óþarfi að þjóðin taki frekari skell útaf þessu kerfi og hagsmunagæslunni sem að baki liggur. Það er verið að setja "kvóta" peninga í fyrirtæki um allt land og ætti það að vera hið besta mál en það sem vitnuðum í samninga ferlinu ætti að vara okkur við hverju við eigum von á.
Þér er kannski sama hvernig lýðræðið er fótum troðið og mannréttindi brotin á fólki Jón Steinar ég líð það ekki og skal aldrei gera.
Ólafur Örn Jónsson, 10.6.2011 kl. 13:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.