MANNRÉTTINDI að gefa HANDFÆRAVEIÐAR FRJÁLSAR!

Hvað sem þeir gera á þinginu verða þeir að gefa handfæraveiðar frjálsar. Handfæraveiðar voru frjálsar fram til 1993 þegar "Tvíhöfðanefndin" afnam frelsið og setti kvóta á veiðarnar.

Þetta var gert einatt í þeim tilgangi að setja allan fisk í kvóta til að byggja sterkann kvótamarkað og halda uppi verði á kvóta. Hátt markaðsverð á aflaheimildum skapaði "gervi upphæð" sem hægt var að nota sem veð í bönkum.

Frjálsar handfæraveiðar er gott í hvaða stjórntæki sem notað er við fiskveiðistjórn þar sem þær gefa alltaf vísbendingu um styrk fisk-stofnanna. Eins og þorsk, ýsu og ufsa. 

Strandveiðar eru gott lítið skref í rétta átt en handstýringin er of mikil eins og að ekki megi róa um helgar. Þetta eyðileggur markaðsverðið á fiskinum. Best væri að menn fengju að fara út á Sunnudagsmorgnum og hefðu fisk fyrir markaðina á mánudags morgnum. 

5 dagar í viku er allt í lagi en ekki stjórna hvaða daga má róa. Svona handstýring virkar hrikalega á markaði og er gott dæmi fíflagangur LÍÚ þegar þeir fóru að handstýra löndunum togara í þiskalandi og gáfu þar með kaupendunum tækifæri að skammta sér verð úr skipum frá Íslandi.  


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flottur ertu Ólafur, Alþingi á að skila þjóðinni mannréttindunum sem það tók af

fólkinu, frelsi til handfæraveiða sem leysir byggða, fátæktar og atvinnuvanda

Íslendinga.

Aðalsteinn Agnarsson, 3.6.2011 kl. 22:38

2 Smámynd: Hallgrímur Hrafn Gíslason

Sæll Óli.

Ti að minnka sjokkið með handfærin þá ættum við að gera það sama og Norðmenn.  Bátar undir 11 metrum fá að veiða 36 tonn af þorski á ári og annan fisk óheft.

Það gengur náttúrulega ekki upp að vera með handfærin í óheftri sókn í þorski það myndi rústa stofninum

Hallgrímur Hrafn Gíslason, 9.6.2011 kl. 07:52

3 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

Já sérstakelga ef þeim yrði hleypt út fyrir 12 mílur þá færi verulega að syrta í álin

Þetta var þvílík hneisa þegar Tvíhöfðanefndin gerði þetta. Núna sér maður að þetta var allt plott þessara gæja til að búa til þessa svika millu í bönkunum. Eigingirnin sem fólst í þessu er engu lík og maður skilur ekki núna þegar þetta liggur ljóst fyrir af hverju þessar veiðar eru ekki aftur leystar undan kvóta stýringu.

Ég get ekki kallað þetta sem hófst með Tvíhöfðanefndinni og það sem kom í kjölfarið glæpamennsku. Að fara inní atvinnugrein og hafa áhrif á fleiri þúsund manns og stela fullt af peningum út á gervi veð. Sagan hlýtur að eiga eftir að dæma þetta. 

Ólafur Örn Jónsson, 9.6.2011 kl. 11:37

4 Smámynd: Ólafur Örn Jónsson

á að vera " annað en glæpamennsku"

Ólafur Örn Jónsson, 9.6.2011 kl. 11:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband